Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Óskar er dauðvona – Flensan á Þorláksmessu reyndist nokkuð verra: „Hafði ekki fundið fyrir neinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óskar Finns­son mat­reiðslu­meist­ari greindist fyrir ári síðan með ólæknandi krabbamein sem dregur fólk til dauða að meðaltali á hálfu öðru ári. Óskar greinir frá reynslu sinni í Morgunblaðinu í dag en hann hefur lofað fjölskyldu sinni að gera allt til lengja líf sittt.

Það var á Þorláksmessu árið 2019 sem Óskar fann fyrst fyrir krabbameininu, sem er í höfði og kallast gli­obla­stoma. Hann var að hjálpa til við að laga eftirrétti á veitingastaðnum GOTT, sem dóttir hans á og rekur.

„Fljót­lega eft­ir að ég mætti á GOTT fór ég að finna til í höfðinu og barmaði mér yfir því að flensa væri að hell­ast yfir mig svona rétt fyr­ir jól­in. Verk­ur­inn ágerðist hins veg­ar og ég áttaði mig smám sam­an á því að þetta væri ekki flensa. Ég ent­ist í þrjá tíma á veit­ingastaðnum en þá fór kon­an mín með mig heim. Ég yrði að hvíla mig. Ég var al­veg að drep­ast þegar við kom­um heim; fór úr úlp­unni og lagðist beint í sóf­ann. Þegar hér er komið sögu gat ég varla hreyft mig. Það var eins og ég væri með hníf í höfðinu.“

Hann endaði á bráðamóttökunni þar sem honum leið eins og höfuðið væri að springa. Hann reyndist vera með æxli á stærð við sítr­ónu. „Þegar við hjón­in mætt­um til Hall­dórs [Skúla­son­ar, heila- og tauga­sk­urðlækn­is], kom hann sér beint að efn­inu. Hann hefði því miður ekki góðar frétt­ir handa okk­ur. Þetta væri ill­kynja æxli af verstu gerð, gli­obla­stoma, komið á fjórða stig. Hvernig gat það verið? Ég sem hafði ekki fundið fyr­ir neinu fyrr en á Þor­láks­messu og ekki verið með nein ein­kenni. María brotnaði eðli­lega niður og spurði hvað þetta þýddi. Lif­ir hann bara í tíu ár, fimm? Hall­dór svaraði því ekki beint en staðfesti að þetta væri eins slæmt og gæti orðið.“

Ítarlegt viðtal er við Óskar í Sunnudagsblaði Moggans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -