Óskar Steinn Jónínuson er kraftmikill ungur maður sem fer ekki leynt með skoðanir sínar – enda baráttumaður í alla staði.
Hann skipar 6. sæti Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi og það er margt sem brennur á honum; sérstaklega þegar kemur að óréttlæti gagnvart minnihlutahópum og skattlagningu á þá sem hafa það hvað best hér á land.
Óskar Steinn vill „kröftugar loftslagsaðgerðir“ og þá vill hann „leggja niður Útlendingastofnun.“
Einnig segir hann að það verði að bregðast við skattlagningu þeirra sem hafa það best á Íslandi og hann vill hjálpa öryrkjum, enda ekki ánægður með stöðu þeirra í samfélagi okkar:
Það þarf að „skattleggja hin ríku og bæta kjör öryrkja,“ og þá finnst honum það alls ekki slæm hugmynd að við Íslendingar myndum fá „þriggja daga helgi? Já takk!“
Óskar Steinn er einnig meðvitaður um að „Ísland er vistfræðilega eitt verst farna land Evrópu, að stórum hluta vegna ósjálfbærrar lausabeitar sauðfjár. Það eru gríðarleg tækifæri fólgin í aukinni landgræðslu og betri beitarstjórn um land allt. Þetta gæti verið risastór loftslagsaðgerð auk þess að stuðla að líffræðilegri fjölbreytni. Hættum að niðurgreiða ósjálfbæra sauðfjárrækt og græðum landið!“