Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Óskarsverðlaunahafinn í kastalanum á Sólvallagötu seldi glæsihýsið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt glæsilegasta einbýlishús borgarinnar er Kastalahúsið á Sólvallagötu. Líkt og kemur fram á vef Mannlíf fyrr í dag, keyptu hjónin Ragnar Jónasson rithöfundur og María Margrét Jóhannsdóttir húsið. Ragnar er glæpasagnahöfundur sem nú situr í efstu sætum metsölulista um allan heim. María er blaðamaður. En hver seldi húsið?

Jú, það er Óskarsverðlaunahafi sem hefur búið með sambýlismanni í húsinu í mörg ár. Óskarsverðlaunahafinn heitir Marketa Irglova og er tékkneskur tónlistarmaður sem hlaut hin virtu verðlaun árið 2008 fyrir lag í írsku kvikmyndinni Once. Þá var hún aðeins 19 ára gömul og yngsti einstaklingurinn sem tekið hefur við þessum virtu verðlaunum, ef utan eru skildir leiklistarflokkarnir.

Í raun má segja að Market sé Íslendingur, hefur fest hér rætur, eignast mann og börn og talar okkar erfiða tungumál eins og ekkert sé. Hér má t.d. sjá viðtal á íslensku við Marketu.

Marketa lék annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni sem hlaut frábærar viðtökur og dóma. Fáir vita að Marketa búi hér á landi en árin eru að verða hátt í tíu. Maður Marketa er Sturla Míó Þórisson, upptökustjóri og eiga þau tvö börn.

Marketa og Sturla eiga félagið Kjarnepli ehf sem skráð var fyrir hinu haganlega kastalahúsi. Þau keyptu húsið árið 2013 en halda nú á önnur mið, væntanlega með Óskarsverðlaunastyttuna í farangrinum.

- Auglýsing -

Verðmiðinn fyrir hið virðulega hús, sem byggt var árið 1925 og er um 240 fermetrar, var rétt tæpar 130 milljónir. Í umfjöllun um kaupin má sá fjölda mynda og einnig fylgja nokkrar þessari umfjöllun. Þá má lesa afar áhugavert viðtal frá árinu 2018 við hina ungu tónlistarkonu sem kom fyrst til Íslands árið 2010 til að koma fram á tónleikum. Helstu áhrifavaldar hennar eru Simon og Garfunkel, Joni Mitchell, Kate Bush og Leonard Cohen. Hún segir að Það hafi komið mjög á óvart þegar lag hennar fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna en lagið heitir „Falling Slowly“ og má sjá myndskeið af flutningi hér neðst í fréttinni. Aðspurð um hvernig tilfinningin var að sigra í flokknum svarar Marketa:

„Eins og flugeldasýning. Það voru alls konar tilfinningar sem hrísluðust um mann. Líkaminn býr til seratónín og allt þetta góða fer af stað. Svo fer maður að anda grunnt, titra og getur varla talað.“

Líkt og áður segir ferðaðist Marketa til Íslands og féll strax fyrir landi og þjóð og strengdi þess heitt að koma aftur og taka upp eigin tónlist.

Við það stóð hún.

- Auglýsing -

Reyndist það örlagarík ákvörðun sem breytti lífi hennar til frambúðar og rétt eins og í hinni frábæru írsku mynd var það tónlistin sem sameinaði en í þessu Íslandsævintýri var Sturla Míó upptökustjóri og segir Marketa að strax hafi neistað á milli þeirra. Áttaði hún sig á viku seinna að hún væri ástfanginn af Sturlu.

Marketa hefur fest rætur á Íslandi og hér vil hún búa. Síðasta verkefni hennar er í samvinnu við Emilíönu Torrini en þær semja tónlist fyrir leikverkið Vertu Úlfur sem sýnt er á fjölum Þjóðleikhússins.

„Ég hef einhverja tengingu við Ísland og líður ekki eins og ég sé útlendingur. Kannski bjó ég hér í fyrra lífi,“ segir Marketa en ekki hefur farið mikið fyrir henni á Íslandi frá því að hún festi hér rætur. Það er ævitýraljómi yfir því að við Íslendingar áttum því alltaf einn Óskarsverðlaunahafa sem fæst okkar vissu af í kastalanum á Sólvallagötu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -