Umsjónarlæknir á göngudeild COVID-19 á Landspítalanum gagnrýnir yfirvöld fyrir samráðsleysi þegar ákveðið var að opna landamærin.
„Ég held að það sé ímyndun eða óskhyggja að hægt sé að knýja áfram ferðaþjónustu hér á landi einmitt núna. Það er fjarstæðukennt og dýru verði keypt,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir á göngudeild COVID-19 á Landspítalanum, í samtali við Morgunblaðið.
Ragnar segir að honum og starfsfólki hans hafi verið gert kunnugt um fyrirhugað fyrirkomulag við skimun á landamærum, án þess að það hafi verið borið undir þau fyrir fram. Gagnrýnir hann yfirvöld fyrir samráðsleysi þegar ákveðið var að opna landamærin. „Það var gríðarlegur samtakamáttur hérna seinast og allir lögðust á eitt, en maður finnur ekki alveg sama andann í þetta skiptið,“ segir hann.
Ragnar segir ljóst að einhverjir í hinum stóra hópi fólks sem er í sóttkví og telur 440 manns muni reynast smitaðir. „En við sjáum samt úti í heimi, að þessi faraldur er ekki nærri því búinn.“
Hann segir að af þeim sökum sé það fjarstæðukennt og dýru verði keypt að ætla að knýja áfram ferðaþjónustuna á Íslandi núna.
Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.