- Auglýsing -
ORÐRÓMUR
Það hefur farið lítið fyrir Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, undanfarið. Össur var um áratugaskeið afar áberandi í opinberri umræðu og sýndi í senn snerpu og vopnafimi í átökum við pólitíska andstæðinga. Nú situr hann á friðarstóli á Vesturgötu. Hann er þó ekki aðgerðarlaus því undanfarin misseri hefur hann unnið að rannsókn á grænlensku samfélagi með það fyrir augum að efla tengsl grannans í vestri og Íslands.