Laugardagur 14. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ostafranskar með beikoni og blámygluosti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hver elskar ekki franskar? Hér kemur uppskrift að spennandi og djúsí rétti þar sem beikon og blámygluostur er í aðalhlutverki. 

Ostafranskar með beikoni og blámygluosti

fyrir 3-4

BLÁMYGLUOSTA-BÉCHAMELSÓSA

2 sneiðar beikon, skorið smátt niður
50 g ósaltað smjör
60 g hveiti
550 ml mjólk
½ tsk salt
120 g blámygluostur, mulinn niður
nýmalaður svartur pipar, til að bragðbæta

Steikið beikonið á heitri, þurri pönnu þar til það verður stökkt. Takið beikonið af pönnunni og setjið á eldhúspappír til hliðar. Bræðið smjörið í miðlungsstórum potti á miðlungshita, passið að potturinn sé það stór að mjólkin komist fyrir í honum. Hrærið hveitið saman við smjörið og hrærið í allan tímann. Eldið í 1 mín.

Hellið mjólkinni saman við í mjórri bunu og hrærið í allan tímann með písk. Haldið áfram að hræra í sósunni þar til hún þykknar. Takið sósuna af hitanum og hrærið salti saman við, steiktu beikoninu og blámygluostinum. Bragðbætið sósuna með nýmöluðum svörtum pipar og salti.

- Auglýsing -

OSTAFRANSKAR

Þunnskornar franskar
4 sneiðar beikon
100 g blámygluostur
hnefafylli graslaukur, saxaður smátt

Steikið beikonið á heitri pönnu á báðum hliðum þar til það verður stökkt. Takið af pönnunni og setjið á eldhúspappír til hliðar. Steikið frönskurnar og setjið þær á stóran disk eða í eldfast mót. Hellið blámygluostasósunni yfir og dreifið graslauknum yfir sósuna. Leggið beikonsneiðarnar yfir frönskurnar og smárberið strax fram.

- Auglýsing -

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -