Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

„Óþolið gagnvart rasisma og fordómum er að verða meira“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 4.000 manns mættu á Austurvöll í gær á samstöðufund með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og víðar. Fundurinn hófst með upplestri á nöfnum þeldökkra einstaklinga sem hafa verið myrtir af lögreglunni í Bandaríkjunum, svo tók átta mínútna og 46 sekúndna þögn við en það er sá tími sem lögreglumaðurinn Derek Chauvin lét þunga sinn hvíla á hálsi George Floyd sem lést af völdum þess þann 25. maí sl.

Sanna Magdalena Mörtudóttir. Mynd / Hallur Karlsson

Þá fluttu skipuleggjendur samstöðufundarins og aðrir erindi, Sanna Magdalena Mörtudóttir er ein þeirra.

Hún segir: „Það gekk mjög vel. Þarna voru margir samankomnir vegna hræðilegra atburða en það var jákvætt að sjá þessa samstöðu.“

Aðspurð hvaða viðbrögð hún hafi fengið við ræðunni sem hún flutti í gær á samstöðufundinum segir Sanna: „Ég hef fengið góð viðbrögð. Það skrifaði samt einhver „all lives matter“, eins og gerist svo oft þegar mótmælendur og baráttufólk segir „black lives matter“. Það var einmitt fjallað um það á fundinum í gær að þessi athugasemd: „all lives matter“, hjálpar ekki í réttindabaráttunni. Það sem við berjumst gegn núna er óréttlætið sem beinist gegn svörtu fólki þannig að það hjálpar ekki að koma með þessi rök að öll líf skipti máli. Svona athugasemdir gera rosalega lítið úr baráttunni. Að sjálfsögðu skipta öll líf máli en skilaboðin núna eru sú að við þurfum að berjast gegn vandamálinu sem kerfislægur rasismi er, núna einblínum við á réttindi svartra einstaklinga. Það er verið að myrða svart fólk vegna rasisma og morðingjarnir þurfa ekki að sæta ábyrgð. Við þurfum að uppræta þetta vandamál og búa til heim þar sem öll líf skipta máli, líka líf svartra,“ útskýrir Sanna.

„Það er verið að myrða svart fólk vegna rasisma og morðingjarnir þurfa ekki að sæta ábyrgð.“

Hún segir nauðsynlegt að reyna að einfalda dæmið fyrir þá sem ekki skilja út á hvað slagorðið „black lives matter“ snýst um.

Mynd / Unnur Magna

„Ef við reynum að einfalda þetta getum við notað brennandi hús sem dæmi. Ég er ekki að líkja mannslífi við brennandi hús en notum þetta sem dæmi. Ef eitt hús í götunni þinni brennur þá hringir þú á slökkvilið til að láta slökkva eldinn í því húsi, þú hringir ekki í slökkviliðið til að láta sprauta vatni á öll húsin í götunni með þeim rökum að „öll hús skipti máli“,“ segir Sanna og hvetur fólk til að kynna sér baráttuna áður en það tjáir sig um hana á netinu og víðar.

- Auglýsing -

Hún tekur þó fram að hún telji að það sé mikill minnihluti sem ekki skilji út á hvað samstöðufundurinn og réttindabaráttan gangi. „Fæstir tjá sig með þessum hætti og samstaða fólks er mikil núna.“

Hún segir ánægjulegt að hafa séð fólk fjölmenna á fundinn á Austurvelli í gær. „Það var mjög gott. Það hefur vantað upp á umræðuna um rasisma á Íslandi. Kynþáttafordómar og rasismi fyrirfinnast líka á Íslandi, þeir eru kannski ekki eins lífshættulegir og þeir sem einkenna bandarískt samfélag, en þeir eru til staðar.“

Mynd / Unnur Magna

Fleiri sem leggja baráttunni lið

- Auglýsing -

Um ástandið almennt sem upp er komið í kjölfar andláts George Floyd segir Sanna: „Fólk rís upp núna og segir: „Hættið að drepa svart fólk.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fólk mótmælir misréttinu sem svart fólk verður fyrir en það sem mér sýnist vera að gerast núna er að það að fleiri leggja baráttunni lið. Óþolið gagnvart rasisma og fordómum er að verða meira. Svo hefur tæknin örugglega líka eitthvað að segja, það er hægt að dreifa fréttum hratt og það er orðið auðveldara að varpa ljósi á óréttlætið.“

Ræðuna sem Sanna flutti í gær má sjá hér fyrir neðan:

We say black lives matter, because in the mindset of many they haven’t mattered for 400 years. 

We say black lives matter to fight against the ideology that dehumanises black people and black bodies. 

Black lives matter because we are fighting against 400 years of oppression, injustice and pain. 

We say black lives matter because systematic racism is alive and real. 

We need to scream black lives matter because many people don’t seem to realize how harmful the effects of racism are. 

Black lives matter because white privilege kills. 

Black lives matter because you should be able to go for a jog and return home alive. 

Black lives matter because everyone’s home should be their safe haven, not the place that is invaded by intruders who decide to abruptly put an end to their lives. 

Black lives matter because black kids shouldn’t be killed for playing with toy guns. 

Black lives matter, because everyone deserves to breathe.

Black lives matter because everyone should have the right to air, dignity and freedom. 

Black lives matter because black people should be able to walk the streets freely without being brutalized. 

Black lives matter because, black mental wellbeing should matter. 

Black lives matter, black bodies matter and black culture matters. It is not a commodity for others to steal, capitalize on or culturally appropriate. 

Black lives matter, and black bodies are not for show. 

Black lives matter and black bodies matter, they shouldn’t be on display for curious eyes to gaze upon, fetishize and objectify. 

Black lives matter because black bodies are not to be diminished into stereotypes of dangerous beings or any other stereotypes for that matter. 

Black lives matter because the inhumane brutality of racism needs to stop. It should not be maintained, tolerated or excused in any way. 

Black lives matter because black people are more than statistics.

Behind every number is an important story. And families and individuals with dreams and desires. 

But talking about statistics. 

We need to scream black lives matter, because black Americans are two-and-a-half times as likely as white Americans to be killed by the police.

Black lives matter, because each and every human being should be able to live their live without having to fear for their life or grief the loss of a life ended because of injustice. 

Black lives matter and solidarity matters. We shouldn’t have to be gathered here today explaining why it’s not allright to kill black people and traumatize black people. 

Black lives matter and black people shouldn’t have to explain why they have a right to a joyful life free from racialized harm.

Black people shouldn’t have to plead for justice in the midst of all of this injustice.

But here we are. 

Enough is enough. 

We need to show a united front in solidarity against racism and brutality.   

We live in a world that doesn’t value all lives equally. That needs to stop. 

Black lives matter.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -