Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi stolt frá því í Morgunblaðinu síðasta haust að hafa aukið fjárframlög til heilbrigðiskerfisins um þriðjung. Þá væri ánægjulegt að öllum helstu markmiðum í heilbrigðismálum hefðu náðst. Á kjörtímabilinu 2017-2021, hafa útgjöld til heilbrigðismála hækkað um 73,8 milljarða króna eða um 37,7%.
En í hvað hafa milljarðarnir frá skattborgurum farið? Læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson greinir frá á samfélagsmiðlum að því miður hafi ekki verið fjárfest í því sem heilbrigðiskerfið þarf nauðsynlega á að halda.
„Við gerum minna! Þrátt fyrir meiri pening og fleiri starfsmenn.“
Ragnar vitnar í vb.is sem fjallar um skýrslu ráðgjafafyrirtækis sem íslensk stjórnvöld fengu til að greina íslenska heilbrigðiskerfis og framleiðni þess. Var íslenska kerfið borið saman við það sænska og sérstaklega háskólasjúkrahúsið á Skáni. Ragnar hefur búið og starfað á því svæði. Kerfið okkar fær falleinkunn og Ragnar segir skýrsluna svarta og ástandið óbreytt.
Hvernig stendur á því? Fjöldi starfsmanna hefur stóraukist á síðustu 5 árum. Á sama tíma hefur framleiðni minnkað.
„Við gerum minna! Minna!“ segir Ragnar og svarið er einfalt:
„Öllu þessu fólki hefur verið raðað inn á skrifstofur deilda sem EKKI sinna sjúklingum.“
Ragnar vitnar í grein Svandísar þar sem hún sló sér á brjóst fyrir að auka fjárframlög um ríflega en þriðjung.
„Takk kærlega!“ segir Ragnar og heldur áfram:
„En, við eyddum því í skrifstofufólk og stóla undir þessa skrifstofustarfsemi! Nýtt lag af stjórnendum, nýtt skipurit með nýjar glæsilegar skrifstofur með fjölda rýma.“
Stefnuna þarf að taka til endurskoðunar að mati Ragnars.
„Við getum ekki endalaust bætt við verkefnisstjórum, gæðastjórum og millistjórnendum þegar okkur vantar fólk á gólfið!“