Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Ótrúlegt ferli“ að koma banana frá Ekvador til Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vöruhönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein og Johanna Seelemann voru með verkið Banana Story til sýnis á HönnunarMars. Verkið segir sögu frá sjónarhóli banana sem er fluttur frá Ekvdor til Íslands.

„Banana Story á sér langan aðdraganda,“ segir Björn þegar hann er spurður út í verkið. „Við höfum um langt tímabil haft mikinn áhuga á uppruna hversdagslegra hluta. Verkið okkar Cargo, sameiginlegt útskriftarverkefni okkar beggja úr Listaháskóla Íslands, fjallar til að mynda um hvernig flókið ferli farmflutninga á heimsvísu gerir nútíma lifnaðarhætti okkar í raun mögulega. Í hönnunarferli fyrir Cargo vaknaði áhugi okkar á uppruna og sögu hluta fyrir alvöru.“

„Eitt kvöld fyrir nokkrum árum fórum við að „dumpster dive-a“ og fundum fullan gám af bönunum í ruslinu.“

Björn segir að svokallað „dumpster diving“, eða „ruslarót“ eins og það hefur stundum verið kallað á íslensku, hafi veitt þeim innblástur. „Eitt kvöld fyrir nokkrum árum fórum við að „dumpster dive-a“ og fundum fullan gám af bönunum í ruslinu. Í kjölfarið fengum við fund með matvælainnflytjenda sem útskýrði fyrir okkur hvernig heimurinn er að minnka á sífellt auknum hraða fyrir tilstilli farmflutninga,“ útskýrir Björn.

Sýningin Banana Story byggir meðal annars á viðtölum við matvælainnflytjendur og farmaflutningafyrirtæki, gögnum frá Hagstofunni og sambærilegum stofnunum erlendis ásamt upplýsingum frá ýmsum dreifingar- og framleiðslufyrirtækjum víða um heim. Björn segir einn tilgang með sýningunni vera þann að vekja fólk til umhugsunar.

Þess má geta að grafíski hönnuðurinn og listamaðurinn Magnús Ingvar Ágústsson útfærði Banana Made-in miðann ásamt þeim Birni og Johönnu.

„Við viljum miðla upplýsingum um þetta ótrúlega ferli sem þarf til að koma hversdagslegum hlutum frá einni heimsálfu til annarrar, allt fólkið sem við eigum í raun og veru í samskiptum við í hvert skipti sem við kaupum vöru og þær afleiðingar sem neyslan okkar hefur. Við viljum miðla þessari þekkingu svo fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að kaupum,“ útskýrir Björn.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -