Óttar M. Norðfjörð rithöfundur býr ásamt fjölskyldu sinni í Barcelona á Spáni. Dagurinn í dag var merkilegur fyrir þær sakir að börn fengu leyfi til þess að fara út og leika sér, í fyrsta sinn í sex vikur.
„Við fórum nú bara í góðan göngutúr um hverfið og vorum með bolta með okkur. Hann fann líka prik sem hann lék sér með,“ segir Óttar í samtali við Mannlíf „Við vorum mættir út á götu klukkan átta í morgun, eldsnemma á þessum fallega vordegi hér í Barcelona. Það voru nokkrir á ferli og fólk ýmist klappaði þegar það sá okkur eða brosti og óskaði okkur til hamingju,“ segir Óttar, en sonur hans er tæplega tveggja ára.
Bætir hann við að hann hafi séð flugvél á himni í gær í fyrsta skipti í margar vikur. „Það er ekki laust við að manni finnst ástandið loksins vera að lagast hérna í suðrinu.“
Óttar hefur farið út reglulega til að kaupa matvörur fyrirfjölskylduna, en eiginkona hans, Elo Vázques, hefur varla yfirgefið heimilið síðan um miðjan mars þegar útgöngubann var sett á í landinu. Elo er langgengin með annað barn þeirra hjóna.
Þau hjónin fóru þó út um miðjan apríl, til að fara í 37 vikna sónar. „Elo hefur bara farið tvisvar út, til að fara á spítala,“ segir Óttar.
Sjá einnig: Sunnudagurinn langi
Útgöngubann sett um miðjan mars
Útgöngubann tók gildi á Spáni um miðjan mars og hafa einstaklingar verið heima hjá sér síðan þá, þar með talið börnin. Einungis var leyfilegt að fara út til að sækja brýnustu nauðsynjar. Í dag tóku hins vegar nýjar reglur um útivist gildi, kveða þær á um að börn undir fjórtán ára að aldri megi yfirgefa heimili sín í samtals eina klukkustund á milli klukkan níu um morgun og níu um kvöld. Þau fá þó ekki leyfi til að fara meira en kílómetra frá heimilum sínum. Hjól, skautar og hjólabretti eru leyfð á útivistartímanum en enn er blátt bann við því að fara í almenningsgarða. Aðrar reglur útgöngubannsins eru hins vegar enn í gildi og verður þeim aflétt í fyrsta lagi 14. maí.
„Það er sekt við því að vera lengur en klukkutíma,“ segir Óttar. „Ég held samt að fáir hafi áhyggjur af því. Í dag hafa mjög margir verið úti á götunum hér í Barcelona, sem manni finnst kannski alveg vera málið, það er auðvitað skiljanlegt en maður vonar bara að þetta komi ekki upp aftur!
Hjól, skautar og hjólabretti eru leyfð á útivistartímanum en enn er blátt bann við því að fara í almenningsgarða.
Aðrar reglur útgöngubannsins eru hins vegar enn í gildi og verður þeim aflétt í fyrsta lagi 14. maí.
Tala látinna á Spáni lækkar og fór síðasta sólarhring í fyrsta skipti niður fyrir 300 manns á einum sólarhring í margar vikur, en alls hafa yfir 23 þúsund manns látist af völdum COVID-19 á Spáni. Staðfest smit eru 223 þúsund, þar af yfir hundrað þúsund virk smit.