Óttar Pálsson, lögmaður og einn eigenda Logos, hefur rofið þögnina varðandi meinta árás á verslunarmanninn Reyni Berg Þorvaldsson í byrjun mánaðarins. Í yfirlýsingu Óttars kemur fram að ásakanir á hendur honum séu að „verulegu leyti ósannar og til þess fallnar að valda sársauka þeirra er síst skyldi“. Óttar hafnar hvers kyns sökum sem á hann eru bornar og telur þannig framburð Reynis einkennast af lygi.
Mannlíf sagði frá þessu máli á föstudaginn. Þar kemur fram að Reynir Berg hafi kallað til lögreglu eftir meinta árás Óttars á vinnustað hans. Ágreiningur mannanna teggja snýst um nána vináttu Óttars og eiginkonu Reynis.
Sjá einnig: Hæstaréttarlögmaður sakaður um stórfellda líkamsárás – Vitni að árásinni á vinnustað fórnarlambsins
Sjá einnig: Meint fórnarlamb Óttars pantaði tíma hjá lögreglu- Fjölskylduharmleikur undanfari átaka
Reynir kallaði til lögreglu eftir meinta árás og leitaði síðan á bráðamóttöku til að fá áverkavottorð. Hanan á pantaðan tíma hjá lögreglu í þessari viku þar sem hann hyggst ætla að leggja fram kæru vegna málsins.
Yfirlýsing Óttars í heild sinni:
Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við. Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar. Ég mun ekki tjá mig frekar um málið að sinni.
Reykjavík, 23. október 2023,
Óttar Pálsson