Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni frystitogara útgerðarinnar Þorbjarnar í Grindavík millilandaði í Grindavík 10. mars. Haldið var síðan til hafs á ný, þar til togarinn renndi inn til Vestmannaeyja í gærkvöldi til að láta tékka á áhöfninni þar sem margir í henni veiktust eftir millilöndun.
Sagt er frá atvikinu á Facebook-síðu áhafnarinnar ásamt myndum, en 24 eru í áhöfn togarans.
Fréttin verður uppfærð.

Samkvæmt frétt á Eyjar.net var töluverður viðbúnaður og segir Þórir Rúnar Geirsson hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að um varúðarráðstöfun var að ræða vegna kórónuveirunnar. Hann segir að óskað hafi verið eftir lækni um borð vegna veikinda 2-3 úr áhöfninni.








