Nóg var að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt samkvæmt dagbók lögreglu. Mikið var um ölvun, slagsmál og hálkuslys. Fimm gistu fangageymslu.
Kona í annarlegu ástandi var handtekin á hóteli í hverfi 108 en konan var ekki gestur á hótelinu. Neitaði hún að yfirgefa hótelið og var því hringt á lögregluna. Hún fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og látin gista í fangageymslu lögreglu, sökum ástands.
Töluvert var um það að lögreglan þurfti að hafa afskipti af ökumönnum, þar sem þeir voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og í sumum tilfellum bæði.
Þá var drukkinn maður handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, grunaður um líkamsárás og var vistaður í fangageymslu lögreglu.
Í Hafnarfirði var afskipti haft af manni vegna gruns um framleiðslu eða ræktun fíkniefna. Lagt var hald á plöntur og búnað.
Tilkynnt var um umferðaróhapp við Gullinbrú upp úr klukkan tvö í nótt. Mikil hálka hafði myndast þar sem fimm bifreiðar enduðu utan vega. Draga þurfti tvær bifreiðar inn á veginn en engin meiðsli var á fólki en fólk var í hættu á að verða fyrir bifreiðum sem þar voru á ferð.