Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Óvenju mörg andlát eldra fólks síðustu vikur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óvenju tíð andlát hafa orðið síðustu vikur og mánuði á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Margt eldra fólk hefur látist eftir að Covid-19 smit komu upp á heimilinum og margar andlátstilkynningar birtast þessa dagana.

Morgunblaðið ræddi við Pálma V. Jónsson, yfirlækni á öldrunarlækningadeild Landspítalans um hvort andlát eldra fólks hafi verið óvenjutíð undanfarið og hvort rekja megi mörg þeirra til Covid.

„Ég er ekki með ná­kvæma töl­fræði við hönd­ina en það virðist vera auk­in tíðni and­láta þessa dag­ana. Ég hef held­ur ekki upp­lýs­ing­ar um dánar­or­sak­ir. Ég tel mik­il lík­indi fyr­ir því að kór­ónu­veir­an sé nú að verki og valdi þess­ari aukn­ingu í ár. Þá er einnig nokkuð lík­legt, að mínu mati, að dán­artíðnin sé held­ur meiri en í meðalári, þar sem sótt­varn­ir hafa verið mikl­ar í tvö ár og fólk haldið sér til hlés.“ seg­ir Pálmi og heldur áfram:

„Nú er hins veg­ar dregið úr sótt­vörn­um al­mennt talað og smit í sam­fé­lag­inu í hæstu hæðum. Þá er það svo að bæði gest­ir og gang­andi og einnig starfs­fólk á sjúkra­stofn­un­um veikist. Öllum þessu sýk­ing­um fylg­ir ákveðinn tími í byrj­un veik­inda, þar sem fólk er tals­vert smit­andi en ein­kenna­laust eða lítið og sá tími get­ur verið hættu­leg­ur viðkvæmu fólki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -