Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir lögreglu yfirleitt rannsaka brotavettvang án þess að sakborningar sé viðstaddir. Í máli Helgu Elínar og Halldóru, sem Mannlíf hefur fjallað um, fór sakborningur, lögreglumaður sem var kærður fyrir barnaníð, með lögreglu á vettvang.
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, segir verklagsreglum hafa verið breytt nýlega sem leggi skýrari línur um hvernig bregðast skuli við þegar að lögreglufulltrúar fá á sig kæru um alvarlega glæpi á borð við kynferðisbrot gagnvart börnum. Lögreglustjórinn verður í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun.
Þar verður jafnframt farið yfir mál mæðgnanna Halldóru Baldursdóttur og Helgu Elínar sem hefur vakið upp reiði í samfélaginu. Helga Elín var kynferðislega misnotuð á barnsaldri. Meintur gerandi, lögreglumaður, starfar enn innan lögreglunnar þrátt fyrir að hafa verið kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum.
Þá verða viðbrögð embættis ríkislögreglustjóra, Haralds Johannessen rakin sem og viðbrögð Stefáns Eiríkssonar.
Stefán starfaði sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins þegar umræddur lögreglumaður var kærður fyrir þrjú kynferðisbrot gegn börnum.
Þetta og meira um málið í nýjasta tölublaði Mannlífi á morgun, föstudaginn 1. júní.
Sjá einnig: „Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni.“