Fullkomin óvissa ríkir um nýjan meiirihhluta í Reykjavík eftir að Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og leiðtogi Framsóknarflokksins, stökk frá borði gamla meirihlutans á föstudaginn og boðaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins. Umræddir flokkar funduðu um samstarfið en þá kom á daginn að Flokkur fólksins var ekki með á nótunum og afþakkaði Einar. Fullyrt er í Morgunblaðinu að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, hafi gripið inn í málin og stöðvað fyrirhugað liðhlaup Helgu Þórðardóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins. Andrés Magnússon, blaðamaður Morgunblaðsins, skrifar um þetta fréttaskýringu í blaðið. Rétt er að halda því til haga að hann er bróðir Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og náinn samherji.
„baktjaldamakk og afskipti forsætisráðherra“
Í fréttaskýringu Andrésar er fjallað um „baktjaldamakk og afskipti forsætisráðherra“ sem hafi gert út um myndun nýs meirihluta og leitt til þess glundroða sem nú ríki í borginni.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í þáttinn á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudagsmorgunn þar sem hann sagði ekkert hæft í því að hann hafi staðið í plotti með það að markmiði að stofna og leiða nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins. HAnn sagði málefnalegar ástæður vera að baki slitununum og kvaðst vera tilbúinn til að starfa í minnihluta. Aðspurður um verkefni dagins þá hafði hann ekki hugmynd um hvað tæki við.
Andrés blaðamaður segir í fréttaskýringu sinni að það hafi reynst að ná í borgarfulltrúa og þeir verið „ófáanlegir til að láta neitt markvert hafa eftir sér“ enda verði staðan vart viðkvæmari.
Upphaflega kom brestur í samtarfið á þriðjudaginn þegar borgarstjóri og flokkur hans studdu tillögu sjálfstæðismanna um breytt aðalskipulag vegna Reykjavíkurflugvallar
og óbreytta starfsemi þar til 2040. Mogginn segir að þetta hafi fallið samstarfsflokkunum svo þungt að Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar, hafi óskað eftir
fundarhléi. Þremur dögum síðar ákvað Einar að slíta samstarfainu. Andrés segir að þá hafi verið „fullreynt á að hann næði fram nokkrum þeim veigamiklu breytingum sem hann hefði heitið kjósendum“. Líklegasta skýringin á frumhlaupi Einars er sú að hann hafi einfaldlega farið á taugum þegar Gallup mældi fylgi hans við í þremur prósentum.
Eins og staðan er nú verður að teljast líklegast að Einar og flokkur hans lendi í minnihluta með Sjálfstæðisflokknum. Fulltrúar sósaíalista og Vinstri grænna hafa hafnað Sjálfstæðisflokknum og lýsa sig tilbúna til að fara í samstarf til vinstri. Í þessu samhengi má nefna að Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósilaistaflokksins hefur sagt opinberlega að Sanna Magdalena Mörtudóttir sé ákjósanlegur borgarstjóri.
Samstarfið til vinstri gæti leyst þá stjórnkreppu sem nú ríkir. Aðrir möguleikar eru vart uppi á borðum.