Hvernig getur það farið saman, að vera með nær fordæmalausa jákvæða stöðu hagkerfisins, en á sama tíma að finna fyrir óvissu og titringi í efnahagslífinu?
Þannig er staðan um þessa mundir; snúin staða sem margir óttast. Mikill munur er á kröfum aðila vinnumarkaðarins, atvinnurekenda og stéttarfélaga.
Erfitt er að sjá fyrir sér að sátt náist á vinnumarkaði, nema að allir sameinist um að taka sér málamiðlunarvopnið í hönd, slá af kröfum sínum og skapa nýja þjóðarsátt.
Fjármálakerfið íslenska er í miklu betri stöðu en fjármálakerfi nær allra ríkja heimsins, eftir hreinsun hrunsins, sem byggði á beitingu neyðarlaga og fjármagnshafta.
Ítarleg umfjöllun um málið er í Mannlífi sem kom út í dag og á vef Kjarnans.