Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Óvíst hvort Baldur siglir í sumar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á sumrin höfum við verið að róa á ferðamannamarkaðinn og gengið alveg prýðilega. Núna er staðan þannig að útlit er fyrir að það verði ekki mjög margt hjá okkur og óvissa því með hvort við siglum í sumar,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur. Ferjan siglir milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey á Breiðafirði.

„Við þurfum að lágamarka tjónið í sumar og lifa það af. Að öllu óbreyttu er staðan sú að við séum jafnvel ekkert að sigla í sumar.“

Sæferðir eru með samning við Vegagerðina um siglingar að vetrarlagi. Sá samningur rennur út á mánudaginn og til greina kemur að senda skipið í slipp í sumar fáist ekki sumarstyrkur frá stofnuninni. Fáist styrkurinn segir Gunnlaugur að boðið verði uppá daglegar siglingar Baldurs í sumar og 15 aukaferðum bætt við á þá daga þegar þurfa þykir. „Nú eru góð ráð dýr. Aftur á móti höfum við átt mjög gott samtal við Vegagerðina og höfum mætt þar góðum skilningi. Það er samt alls ekki svo að við höfum fengið loforð um eitt né neitt en við erum núna að pressa á svör. Við þurfum að lágamarka tjónið í sumar og lifa það af. Að öllu óbreyttu er staðan sú að við séum jafnvel ekkert að sigla í sumar, það er alveg inni í myndinni að nota sumarið í það að fara með skipið í slipp.“

Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða

Gunnlaugur bendir á að ferjan Baldur þjónusti íbúa Flateyjar með til að mynda olíu og vatn. Sú þjónusta yrði í uppnámi í sumar sigli skipið ekkert. Aðspurður segir hann ekki um háar upphæðir að ræða sem til þyrfti í styrk frá Vegaferðinni, upphæðir sem væru á pari við það að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda sem fyrirtækið hefur ekki gert hingað til. „Í mínum huga þarf varla að hugsa þetta reikningsdæmi til enda. Ég ætla  að leyfa mér að vera bara bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Ég lifi í þeirri von en það er óneitanlega stutt í þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -