- Auglýsing -
Poppstjarnan Madonna var sögð ætla að koma fram á úrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv í Ísrael 18. maí en nýjustu fregnir herma að hún muni ekki koma fram.
Þessu er greint frá á vef BBC. Þar segir að Madonna eigi enn eftir að skrifa undir samning við skipuleggjendur keppninnar.
Málið er hið undarlegasta því Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovison, sagði í gær að hann hefði aldrei staðfest að Madonna kæmi fram á úrslitakvöldinu. „Ef við höfum ekki undirritaðan samning þá getur hún ekki komið fram á sviðinu.“
Þess má geta að fjölmiðlar greindu frá því í apríl að Madonna myndi flytja tvö lög, eitt nýtt og annað eldra, á úrslitakvöldi Eurovision.