Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hættir: „Spítalinn aldrei öflugri en nú“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll mun ljúka störfum þann 11. október næstkomandi, en í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi orðið við ósk Páls um að hætta:

„Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, mun að beiðni ráðherra taka við stöðu forstjóra tímabundið til áramóta, þar til skipað hefur verið í embættið að nýju. Páll mun verða nýjum forstjóra innan handar næstu mánuði.“

Páll hefur gegnt starfi forstjóra Landspítala í 8 ár.

Fram kemur einnig í tilkynnungunni að Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, mun að beiðni ráðherra taka við stöðu forstjóra tímabundið til áramóta.

Svandís þakkar Páli fyrir samstarfið:

„Landspítali er risavaxinn vinnustaður þar sem fengist er við öll flóknustu verkefnin sem á reynir í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Það er gríðarmikið verkefni að stjórna þessum spítala við venjulegar aðstæður, hvað þá við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hugsast getur eins og í heimsfaraldri.“

- Auglýsing -

Þá er haft er eftir Páli að þakklæti sé honum efst í huga á tímamótunum:

„Spítalinn hefur aldrei verið öflugri en nú með skýra heilbrigðisstefnu og reynsluna af baráttunni við heimsfaraldur í farteskinu. Framundan eru áskoranir á næstu árum, samfara gríðarlegri uppbyggingu sem þarf að haldast í hendur við trygga mönnun. Á þessum tímapunkti tel ég því viðeigandi að nýr forstjóri taki við stjórn spítalans,“ segir Páll.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -