Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Páll Óskar kominn á fullt aftur eftir afléttingarnar: „Krakkarnir vilja auðvitað bara fá sitt ball“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er enginn annar en diskókóngur Íslands, Páll Óskar Hjálmtýrsson. Er hann 52 ára í dag.

Palla þarf vart að kynna en hann sló fyrst rækilega í gegn í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð á The Rocky Horror Picture Show árið 1991, þar sem hann lék hinn óseðjandi Dr. Frank-N-Furter. Síðan þá hefur hann heillað landann með fallegum söng en einnig hefur hann fengið allmarga Íslendinga til að dilla bossanum á sínum frægu Pallaböllum.

Mannlíf heyrði í Palla í tilefni dagsins og spurði hann hvort og þá hvernig hann ætlaði að halda upp á daginn.

„Heyrðu, ég næ ekkert að halda upp á afmælið mitt, af því að ég er á æfingu. Ég er í pásu núna en við erum að æfa fyrir tónleikana í Háskólabíói, sko afmælistónleikana sjálfa. Þannig að dagurinn fer bara í það. Og svo er ég að spila á skólaballi í kvöld. Þannig að ég næ ekkert að halda upp á afmælið, þannig lagað séð, nema með afmælistónleikunum bara.“

Blaðamaður: „Engin kaka einu sinni?“

Palli: „Nei, allavega ekki ennþá! Það er eiginlega svolítið galið að gera núna, eftir afléttingarnar því það eru skólaböll nánast á hverju kvöldi. Krakkarnir vilja auðvitað bara fá sitt ball eftir tvö ár af Covid. Svo maður tekur bara einn dag í einu og límir sólarhringinn saman.“

- Auglýsing -

Blaðamaður: „Er þetta ekki búið að vera erfitt fyrir svona duglegan tónlistarmann, síðustu tvö árin?“

Palli: „Sko, ég var heppinn því ég fékk að syngja í jarðarförum. Þannig að ég náði alveg endum saman. Svo ég get ekki kvartað.“

Mannlíf óskar Palla innilega til lukku með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -