Páll Sævar Guðjónsson, oft kallaður Röddin, vallarþulur Laugardalsvallar, segir það hafa verið mikið áfall þegar hann greindist með krabbamein. Hann sigraðist á sjúkdómnum og hefur verið laus við meinið í þrjú ár.
Páll minnir Íslendinga á að það er ekkert sjálfgefið að halda heilsunni. Það gerir hann í færslu sinni á Facebook í tilefni af Bleika deginum í dag. „Bleiki dagurinn stendur mér nærri. Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Ég var heppinn. Ég sigraðist á þessum sjúkdómi og er laus við meinið og hef verið það síðan 2017. Það er ekki sjálfgefið að halda heilsunni. Förum varlega, virðum hvert annað,“ segir Páll Sævar.
Á Bleika deginum hvetur Krabbameinsfélag Íslands landsmenn til að bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu samfélagsins. „Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Bleikar kveðjur!,“ segir Krabbameinsfélagið í tilefni dagsins.
„Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Ég var heppinn.“
Stór hluti þjóðarinnar þekkir því miður alltof vel glímuna við krabbamein. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á að greinast með krabbamein á ævinni. Bleiki mánuðurinn er kjörið tækifæri til að fá jákvæða athygli og láta gott af sér leiða í leiðinni fyrir fyrirtæki í landinu. Fyrirtæki sem einstaklingar eru kvattir til að leggja málefninu lið fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Ef þú vilt leggja átakinu lið þá getur þú gert það hér.