Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Páll segir Landakot engum einum að kenna – Vill ekki hengja sökudólga í hæsta gálga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er niðurstaða Landspítalans að Covid-veiran skæða hafi komist inn á Landakot með mörgum einstaklingum. Rannsókn spítalans miðaði ekki að því að leita að blórabögglum heldur læra af reynslunni og skilja hvað hefði betur mátt fara.

Megin niðurstaða Landspítala á rannsókninni sem fram fór er sú að margir samverkandi þættir liggi að baki þeirri alvarlegu atburðarrás sem hafa kostað tólf mannslíf. „Að mati skýrsluhöfundar þá er ekki ein undirliggjandi orsök fyrir COVID-19 hópsýkingunni sem kom upp á Landakoti þann 22/10/20 heldur voru tildrög og orsakir COVID-19 hópsýkingarinnar nokkrar og að í raun hafi margir samverkandi þættir legið að baki þeirri alvarlegu atburðarás sem átti sér stað,“ segir í skýrslu Landspítalans og þar er bætt við:

„Frumniðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á COVID-19 tilfellum á Landakoti benda til þess að smit hafi hugsanlega borist inn á stofnunina með nokkrum einstaklingum. Dæmi eru einnig um að starfsmenn sem vinna á mismunandi starfseiningum innan Landakots tengist fjölskylduböndum og því má leiða líkur að því að sum tilfellanna hafi smitast af COVID-19 utan veggja Landakots, enda hafa rannsóknir sýnt að mestar líkur séu á smiti milli einstaklinga við náin samskipti innan heimilis. Dæmi eru einnig um að starfsmenn sem vinna á mismunandi starfseiningum innan Landakots tengist fjölskylduböndum og því má leiða líkur að því að sum tilfellanna hafi smitast af COVID-19 utan veggja Landakots.“

„Hugur okkar er allur hjá aðstandendum, sjúklingum sem glíma við þennan sjúkdóm og hjá starfsfólkinu“

Már Kristjánsson, smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir veikleika í mönnunarkerfi Landakots hafa orðið til þess að hægt hafi verið að tryggja hólfaskiptingu sóttvarna. Slíkt hefði auðvitað verið æskilegra. „Nokkrar sýkingar virðast hafa náð inn á spítalann á skömmum tíma. Það sem við lendum í er hinn fullkomni stormur. Þó maður reyni að draga úr áhættu á sýkingum er ekki hægt að koma í veg fyrir þær, ekkert frekar en hægt er að koma í veg fyrir umferðarslys eða flugslys. Við höfum hins vegar einsett okkur að læra af þessum niðurstöðum,“ segir Már.

Páll Magnússon, forstjóri Landspítalans, segir að Landakostmálið hafi verið stjórnendum spítalns þungbært. „Við hörmum enn og aftur að þetta hafi komið upp. Hugur okkar er allur hjá aðstandendum, sjúklingum sem glíma við þennan sjúkdóm og hjá starfsfólkinu. Til að koma í veg fyrir að svona atburður endurtaki sig vildum við rannsaka málið. Tilgangurinn er ekki sá að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga. Ekki til að deila sekt og sýknu. Landlækni var tilkynnt um málið og nú hefur frekari innri rannsókn farið fram. Líklega var ekki hægt að koma í veg fyrir þessar sýkingu. Því miður. Það er ekki hægt að gera hverja deild spítalans að algjöru eylandi. Þrátt fyrir alla okkar krafta kemur upp þessi hópsýking. Við höfum lært það í lífinu að við sættum okkur við dauðsföll vegna veirunnar,“ segir Páll.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -