Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Páll skipstjóri kærir Símamálið til saksóknara: Krafa um að útvarpsstjóri svari fyrir símakaup

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Steingrímsson skipstjóri hefur vísað Símamálinu svokallaða til ríkissaksóknara og krefst þess að lögreglu verði gert að taka málið upp að nýju. Páll sættir sig ekki við að ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn máls nr. 316 2021-003997 standi. Rannsókn málsins stóð árum saman og var vinnulagið fordæmt af fjölmiðlamönnum sem voru með stöðu grunaðra ekki síður en Páls sem er þolandi í málinu. Mannlíf hefur bréfið undir höndum.

Rannsókn málsins varðaði þjófnað á farsíma Páls þar sem hann lá á sjúkrabeði eftir meinta byrlun. Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks, er talin hafa verið í aðalhlutverki við að taka við símanum og láta afrita hann í þágu annarra fjölmiðla. Í bréfi til saksóknara er málið reifað af Evu Hauksdóttur lögmanni og ástæðum þess að þess er krafist að lögreglan verði gerð afturreka með ákvörðun sína er lýst:

1. Rannsókn í ofangreindu máli lýtur að meintri lyfjabyrlun, símaþjófnaði, brotum gegn friðhelgi einkalífs og dreifingu á efni sem leynt á að fara, auk stafrænum kynferðisbrotum. Skjólstæðingur minn, og brotaþoli í
ofangreindu máli, telur engin efni til að hætta rannsókn enda langt frá því að það sé fullrannsakað og þó þegar
fyrir hendi ástæður sem gefa fullt tilefni til ákæru á hendur a.m.k. einum sakborninga.

Einnig telur brotaþoli að enda þótt afglöp lögreglu kynnu að leiða til refsileysis vegna fyrningar, myndi það ekki réttlæta það að lögreglan láti hjá líða að upplýsa málið. Bent er á að mörg dæmi eru um að lögregla hafi rannsakað mál þótt þau brot sem kærð hafa verið séu löngu fyrnd, það á a.m.k. við um kynferðisbrot. Þess heldur er ástæða til að ljúka rannsókn á lífsógnandi lyfjabyrlun og friðhelgibrotum sem tengjast grun um
lyfjabyrlun.

Í bréfinu er gerð sérstök athugasemd við heimfærslu lögreglu til laga, hvað varðar grun um lyfjabyrlun. Í niðurfellingarbréfi lögreglustjóra kemur fram að til rannsóknar hafi verið brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (alm. hgl.). Samkvæmt því lítur lögreglan á lyfjabyrlun sem getur leitt til stórkostlegs líkamstjóns og jafnvel dauða sem minniháttar líkamsárás. Þessi heimfærsla er stórfurðuleg. vísað er til þess að sakborningurinn Þórunn Halldórsdóttir hafi játað að eigin frumkvæði að hafa sett slævandi lyf í drykk brotaþola án vitundar hans.

Þess er krafist í bréfinu að að tekin verði vitnaskýrsla af Stefáni Eiríkssyni, sem var útvarpsstjóri þegar keypt var óskráð símanúmer fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik, að því er virðist í þeim tilgangi að vista afrit af síma brotaþola í málinu. Þá er því lýst að taka þurfi vitnaskýrslu af Kristni Hrafnssyni, ritstjóra Wikileaks, sem hefur augljóslega hafi séð einkagögn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -