Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Páll: „Sorglegt að Skógræktin sé varnarlaus gagnvart rányrkju frístundabænda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fararstjórinn og fyrrum blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson segir í Facebook-færslu að „um þessar mundir eru 10 ár síðan Eyfellingar fóru að reka fé aftur upp á Almenninga norðan Þórsmerkur þvert á ráðgjöf vísindamanna sem töldu afréttinn ekki beitarhæfan.

Engin girðing er lengur milli Almenninga og Þórsmerkur sem gerir fénu kleift að sækja inn á Þórsmörk sem er friðuð fyrir allri beit,“ og nefnir Páll að „á þessum 10 árum hefur fé sem gengur á Þórsmörk yfir sumarið fjölgað jafnt og þétt. Undanfarin ár hafa starfsmenn Skógræktar smalað um 50 fjár út úr Mörkinni í veg fyrir safn Almenninga á smaladegi.“

Og bætir við:

„Í sumar töldu menn sig sjá fleira fé á Þórsmörk en nokkru sinni fyrr og síðastliðinn föstudag var smalað á Almenningum og til stóð að Skógræktarmenn smöluðu Þórsmörk að vanda en að þessu sinni átti að telja féð betur en oft áður. Bændur brugðust við þessu með því að smala í kyrrþey út úr Þórsmörk degi fyrr svo enginn gæti talið féð sem gengur sjálfala á friðuðu skógræktarsvæði.“

Páli finnst þetta benda til þess að bændur kæri sig ekki um talningu.

„Mér skilst að Eyfellingar hafi leyfi til að hafa allt að 180 fjár á Almenningum hvert sumar en undanfarin ár hefur leikið grunur á að fleira fé sé rekið inn eftir en heimilt er. Þessi sérstæða smalamennska bændanna á Þórsmörk bendir óneitanlega til þess að þeir kæri sig ekki um neina talningu.“

- Auglýsing -

Hann nefnir einnig að það sé undarleg tímaskekkja og í raun „mjög sorglegt að Skógræktin sem í nærri heila öld hefur starfað að uppgræðslu og ræktun á Þórsmörk skuli standa varnarlaus gagnvart rányrkju og yfirgangi fáeinna frístundabænda undan Eyjafjöllum.

Sú rányrkja sem bændur hafa stundað á Almenningum undanfarin 10 ár hefur nú færst í auknum mæli yfir á Þórsmörk þar sem að minnsta kosti 50 kindur bíta skóginn hvert sumar án þess að vörnum verði komið við. Það er alger óhæfa að þessi vinnubrögð skuli líðast á tímum loftslagsbreytinga þar sem allir keppast við að leggja sitt af mörkum að þá skuli Skógrækt ríkisins þurfa að verja hendur sínar fyrir frekum bændum og blikksmiðum undan Eyjafjöllum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -