Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Páll varar við ískaldri helgi: „Búa sig vel og fara varlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að framundan sé ísköld helgi sem þó verður nokkuð bjartari en síðustu dagar. Búast má við allt að tuttugu stiga frosti á Norðausturlandi en á höfuðborgarsvæðinu gæti frostið farið niður í tíu gráður.

Landsmenn hafa fundið vel fyrir kuldakastinu síðustu daga þar sem hiti hefur verið verið nokkuð undir frostmarki og mikil vindkæling. Aðspurður hvort veðrið eigi eftir að versna eitthvað yfir helgina svarar Páll þessu til. „Svona já og nei. Það sem gerist líklega á morgun er að það kólnar enn frekar, sérstaklega á norðaustur- og austulandi þar sem við erum að sjá tölur sem geta skriðið undir 20. Á höfuðborgarsvæðinu erum við líklega að sjá frost niður í 10. Á morgun verður kaldara en hins vegar þá lægir í kvöld þannig það verður lítið sem ekkert að frétta af vindi á morgun. Það telur svolítið á móti þannig þó hitatölurnar á mælunum lækki á okkur kannski eftir að líða svipað.“

Páll biður landsmenn um að búa sig vel og fara varlega yfir helgina. Heilt yfir er veðrið þó að ganga niður og vegir ættu að fara opna að hans mati. „Það verður skaplegra veður á morgun. Það verður kaldara en bjartara veður og rólegri vindur. Ég held að það sé bara flott helgi framundan,“ segir Páll.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -