Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Pálmi í Fons er aftur orðinn risi á ferðamarkaði – Ferðaskrifstofa Íslands eignast Heimsferðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað Ferðaskrifstofu Íslands að kaupa rekstur Heimsferða. Þetta er gert á grundvelli sáttar sem samrunaaðilar hafa gert við eftirlitið. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til þess að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem samruninn myndi að öðrum kosti valda.

Aðaleigandi Ferðaskrifstofu Íslands er Pálmi Haraldsson, sem kenndur var við Fons. Pálmi var mjög áberandi í Hruninu en hann var náinn samstarfsaðili Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hluti af þeim hópi úrásarvíkinga sem fjárfestu víða um heim, gjarnan með lánsfé, og lögðu grunninn að hruninu. Pálmi stofnaði flugfélagið Iceland Express sem síðar varð að Wow Air og varð gjaldþrota. Þá var Pálmi einn eigenda þess umdeilda fyrirtækis FL-group sem var eitt hrunfyrirtækjanna. Pálmi tók á sig mikinn skell við Hrunið en hefur síðan náð vopnum sínum smám saman. Hann er stór hluthafi í Icelandair. Eftir sameininguna er Pálmi einn sá áhrifamesti í íslenskri ferðaþjónustu. Undir Ferðaskrifstofu Íslands eru nú Úrval-Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir auk Heimsferða. Félagi Pálma, Jón Ásgeir, er einnig búinn að koma undir sig fótunum fjárhagslega með því að komast yfir olíufélagið Skeljung og breyta í fjárfestingafélagið Skel.

Icelandair þarf að fara

Sameinuðu fyrirtæki er gert að tryggja sjálfstæði þess gagnvart Icelandair samstæðunni, með því að girða fyrir viðskipti milli fyrirtækjanna nema í nánar skilgreindum tilvikum. Sömuleiðis er Pálma og félögum gert að tryggja að eignatengsl á milli sameinaðs fyrirtækis og Icelandair verði rofin innan tiltekins tímafrests og girt fyrir beitingu atkvæðisréttar þangað til.

Þá skuldbindur fyrirtækið sig til þess að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum sameinaðs fyrirtækis með heildsölu á flugsætum.

Tómas Getsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, fagnar samrunanum. Hann segir að nú sé þess beðið að Arion-banki samþykki að fyrirtækin renni saman.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -