Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Par á áttræðisaldri handtekið vegna gruns um peningaþvætti og mansal

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir erlendir ríkisborgarar á áttræðisaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á peningaþvætti og broti á lögum um útlendinga.

 

Húsleit var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði á dvalarstað hinna erlendu ríkisborgara, karls og konu, í umdæminu þar sem meðal annars var lagt hald á verulega fjármuni. Jafnframt er grunur um að þau tengist smygli á fólki og Ísland hafi verið viðkomustaður á þeirri leið.

Karlinn og konan eru laus úr haldi lögreglu, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu segir í tilkynningu frá LRH.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -