Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

París kynnir neyðarnúmer vegna veggjalúsa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirvöld í Frakklandi hafa hrundið af stað átaki til að berjast gegn veggjalús í París en meindýraeyðar sinntu 400 þúsund útköllum á heimilum og hótelum árið 2018, sem er þriðjungsaukning frá fyrra ári.

Átakið felur m.a. í sér nýtt neyðarnúmer.

Veggjalýs hættu að vera vandamál í París um miðja síðustu öld en sérfræðingar segja endurkomu þeirra mega rekja til aukningu í alþjóðlegum ferðalögum og ónæmi paddanna gegn eiturefnum.

Veggjalúsin varðar okkur öll, segir á heimasíðu stjórnvalda um vandamálið, þar sem m.a. finna má ráð gegn pestinni.

Sex-leggja paddann er einkar hrifin af notuðum klæðum og felur sig í sængurfötum á daginn og læðist út til að bíta og sjúga blóð á næturna. Þær bera ekki sjúkdóma en skilja eftir sig litlar rauðar bólur sem klæja.

Útrýming veggjalúsarinnar var eitt af kosningamálunum í yfirstandandi borgarstjórakosningum. Hún hefur sett mark sitt víðar um heim og var m.a. stórt vandamál í New York árið 2010, þar sem hún herjaði m.a. á hótel og fataverslanir á borð við Victoria’s Secret.

- Auglýsing -

Hér má finna fróðleik um veggjalúsina á vef Umhverfisstofnunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -