Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Páskaeggin hækkað í verði á hverju ári frá 2014

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verð á páskaeggjum hefur hækkað í verði á hverju ári frá árinu 2014 og er hækkunin aldrei meiri en í ár. Hins vegar hafa laun hækkað töluvert umfram hækkun páskaeggja á þessu sama tímabili þannig að landsmenn geta keypt fleiri páskaegg fyrir launin sín en áður.

Þetta kemur fram í úttekt greiningardeildar Arion banka. Í greiningunni er stuðst við gögn úr verðlagskönnun ASÍ á sjö völdum tegundum páskaeggja á tímabilinu 2014 til 2019.

Greiningin leiðir í ljós að verð á öllum tegundum páskaeggja hefur hækkað á tímabilinu. Undantekningin á þessu er Góu páskaegg númer 5 sem hefur lækkað í verði frá árinu 2014. Er líkleg skýring sú að það páskaegg hafi verið á tilboðsverði á þeim tíma sem ASÍ gerði verðlagskönnun sína. Í öðrum tilfellum nemur hækkunin á bilinu 12 til 25 prósent.

Líklegar skýringar á hækkun páskaeggja eru samblanda af miklum launahækkunum á tímabilinu, hækkun á heimsmarkaðsverði á súkkulaði og veikari króna.

Sé aðeins litið til verðsamanburðar á milli áranna 2018 og 2019 hækka páskaeggin um 8 prósent eða meira. Það páskaegg sem hækkar mest er númer 5 frá Nóa Siríusi sem hækkaði um 11,9 prósent í verðkönnun ASÍ.

Hins vegar ber að líta til þess að frá árinu 2014 hafa laun á Íslandi hækkað um 43 prósent frá því í febrúar 2014. Þetta þýðir að laun hafa lækkað umtalsvert fram yfir verðlag á páskaeggjum þannig að landsmenn geta keypt fleiri páskaegg fyrir launin sín en áður. Eins og segir í dæmi greiningardeildarinnar:

„Hraunegg Góu hefur hækkað um tæplega 24% frá árinu 2014, út frá verðkönnun ASÍ. Á sama tíma hafa laun hækkað um 43%, sem samsvarar tæplega 16% kaupmáttaraukningu í Hrauneggjum á fimm árum!“

- Auglýsing -

Sé hins vegar eingöngu horft til áranna 2018 og 2019 blasir við önnur mynd. Laun hafa hækkað um 5,6 prósent milli páskahátíða, en verð á páskaeggjum hefur hækkað um 8 prósent eða meira. Það þýðir að hinn hefðbundni launamaður getur keypt færri páskaegg fyrir launin sín en hann gat í fyrra.

„Höggið er þyngst fyrir aðdáendur rjómasúkkulaðis Nóa Siríusar, þar sem kaupmáttur mældur í hefðbundnum Nóa páskaeggjum númer 5 hefur minnkað um 5,6% milli ára. Kaupmáttarrýrnunin í Nóa páskaeggjum númer 4 er mun minni og því gætu rjómasúkkulaðisunnendur sem vilja „besta“ páskana fjárhagslega ,mögulega sætt sig við minna páskaegg í þetta skiptið. Þeir neytendur sem duttu niður á tilboðsverð á Góu páskaeggjum númer 5 geta hinsvegar glaðst, enda náð að læsa inni 13% kaupmáttaraukningu.“

Hér að neðan gefur að líta á línurit sem sýnir verðþróun á einstökum tegundum páskaeggja annars vegar og launaþróunar hins vegar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -