Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Páskaeggin ruku út – Færri fengu en vildu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Já þetta var all svakalegt, það kláraðist allt og fór langt fram úr öllum væntingum,“ sagði Alda Björk Larsen markaðsstjóri hjá Nóa Síríus. Landsmenn tóku vel við sér þegar Nói Síríus blés til lagersölu á páskaeggjum i gær. Þegar blaðamaður Mannlífs átti leið þar hjá var löng biðröð af fólki og sumir sáust bera út mikið magn af páskaeggjum

„Mér sýnist á öllu að flestir hafi nú bara ætlað að eiga í skál og gæða sér á enda afbragðs súkkulaði með blöndu af nammi í innihaldi þannig að þetta voru kjarakaup sem fólk var að gera. Svo voru nú einhverjir sem ætluðu að nota eitthvað af súkkulaðiskelinni til að baka úr líka þannig þetta á eftir að koma sér vel fyrir marga,“ bætti hún við.

En eins og Mannlíf greindi frá á dögunum þá er þetta frumraun hjá Nóa Síríus að bjóða upp á ódýr páskaegg. Hægt var að kaupa veglegan poka fullan af eggjum fyrir aðeins 2000 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -