Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Paul Ramses og Rosmary reka leik- og grunnskóla í Keníu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Paul Ramses Odour og Rosmary Atieno hafa undanfarin tíu ár unnið að stofnun og rekstri leikskóla í Keníu. Leikskólinn opnaði árið 2012 og grunnskóli þremur árum síðar.

Fjarðarpósturinn ræðir við hafnfirsku hjónin í nýjasta tölublaði póstsins. Skólinn ber heitið Verslo þar sem nemendur og kennarar skólans hafa stutt verkefnið af elju. Þegar hafa rúma tvær milljónir safnast en þó vantar upp á fjármagn „til að stóri draumurinn rætist.“

Skólarnir eru í þorpinu Got Agulu en íþróttafélag var komið á fót í þorpinu. Þetta segja hjónin að hafi aukið áhuga kakkanna á skólastarfinu. Samtals eru 270 nemendur í skólanum.

Íþróttalið úr þorpinu heimsæki Ísland

Draumur aðstandenda og nemenda er að geta stutt við bakið á íþróttafélaginu til keppnisferðalaga. Eftirvæntingin er mikil fyrir slíku ferðalagi. Samkvæmt umfjöllun Fjarðarpóstsins er vilji innan Samtaka íslenskra ólympíufara að stuðja við framgang verkefnisins og leita samstarfs við íslensk íþróttafélög.

„Þau hafa veitt mikilvægan stuðning meðal annars með því að senda út nauðsynlegan búnað. Síðar kom upp sú hugmynd að sækja um þátttökurétt fyrir eitt af liðunum á alþjóðlega knattspyrnumótinu ReyCup sem haldið er árlega á Íslandi,“ segir í umfjöllun blaðsins. Hafnarfjarðarbær hefur stutt við verkefnið og boðið hónum gistingu í Lækjarskóla og aðra aðstoð. Sömu sögu má segja um íþróttafélögin í Hafnarfirði og vonir standa til að spilaðir verði vináttuleikir milli liðanna.

Smári, sonur Pauls og Rosmary skýrður í höfuðið á Eið Smára

- Auglýsing -

Í viðtalinu kemur fram að sonur þeirra Pauls og Rosmary, Smári er skýrður í höfuðið á Knattspyrnumanninum Eiði Smára. Hjónin segjast mikið dálæti hafa á kappanum.

Paul Ramses og Rosmaryn þekkja margir Íslendingar en talsvert var fjallað um mál þeirra á sínum tíma. Þeim var vísað úr landi af útlendingastofnun eftir að hafa sótt um vernd hér á landi. Mikil mótmæli urðu vegna ákvaðarinnar. Þau búa í dag í Hafnarfirði.

Árið 2015 var fjallað um opnun grunnskólans í Morgunblaðinu. Í viðtalinu kom fram að þau hefðu safnað dósum og flöskum í sex mánuði til að eiga fyrir fyrsta áfanga þess að opna grunnskólann. Bærinn okkar, fréttamiðill í Hafnarfirði segir frá því að milljón hafi safnast í dósum. „Ágóðann notuðum við síðan til þess að kaupa land í Ken­ía þar sem við byggðum leik­skóla góðgerðasamtakanna Tears children sem við stofnuðum. Leik­skól­inn opnaði form­lega árið 2012 og hann sækja 100 börn á aldr­in­um 3-5 ára, en mörg þeirra eru munaðarlaus eða börn ein­stæðra mæðra,“ sagði Rosmary árið 2015. Í sama viðtali sagðist hún heilluð af íslenska menntakerfinu og að stafið úti taki mið af því.

- Auglýsing -

Hægt að styrkja verkefnið með búnaði, aðstoð og fjármagni.

Hópurinn að baki verkefninu sem auk Pauls og Rosmary eru Gunnar Axel, Margrét Gauja, Bára Friðriksdóttir, Sigrún Líf Gunnars dóttir og Guðmundur Rúnar Árnason segja við Fjarðarpóstinn að þau séu opin fyrir allr aðstoð. Hægt sé að leggja verkefninu lið með búnaði og klæðnaði fyrir drengina 15 sem hingað koma og þrjá fullorðna sem henta íslenskum aðstæðum. Þá kemur fram að hópurinn sé móttækilegur fyrir allri aðstoð.

Styrktarreikningur verkefnisins er 525-14-402357, kt: 421210-2017

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -