Vinsældir Playstation 5 hafa verið gríðarlegar hér á landi, eins og við var að búast. Tölvan er uppseld hjá öllum söluaðilum nema einum. Hún hefur verið seld á um 79.990 krónur hjá öllum söluaðilum, hingað til (stafræna útgáfan).
Penninn hefur séð sér leik á borði og selur nú 50 stykki á 154.900 krónur stykkið í þeirri von að hagnast á þeim sem geta alls ekki beðið. Penninn selur því tölvuna á 94 prósent hærra verði en allir aðrir söluaðilar hafa verið að gera á Íslandi.
Það kemur hreint ekki á óvart að margir sem höfðu veður af þessu 1. apríl, héldu að ekki gæti verið um annað en aprílgabb að ræða, svo var þó ekki.