Tímaritið People birtir lista yfir þá 39 leikmenn á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem blaðamönnum finnst skara fram úr þegar kemur að kynþokka.
Það kemur líklega ekki á óvart að Rúrik okkar Gíslason er á listanum, en hann hefur vakið gríðarlega athygli á heimsmeistaramótinu. Eins og hefur verið sagt frá var Rúrik með um fjörutíu þúsund fylgjendur á Instagram fyrir mótið en er nú kominn yfir milljón fylgjendur. Rúrik er eini Íslendingurinn á lista People.
Sjá einnig: BBC segir Rúrik blöndu af Brad Pitt, Channing Tatum og Chris Hemsworth.
Á honum eru einnig kunnugleg andlit eins og portúgalski knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo. Það vekur hins vegar athygli að þýski markvörðurinn Manuel Neuer er einnig á listanum, en boltaspekingurinn Hjörvar Hafliðason kvartaði mikið yfir fjarveru hans á kynþokkalistum á Twitter. Virðist Hjörvar hafa verið bænheyrðu af People.
Nú eru endalausir listar með kynþokkafyllstu leikmönnum á HM. Hvergi sé ég þann lang glæsilegasta, Manuel Neuer. Hvernig viljiði hafa það betra stelpur? Horfið á manninn! pic.twitter.com/KqtNz0VZSv
— hjörVAR Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 23, 2018
Sjá einnig: Rúrik og Ragnar meðal kynþokkafyllstu leikmanna á HM.
Hér fyrir neðan má sjá nokkra af þeim 39 knattspyrnumönnum sem People kallar augnakonfekt, en listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Diafra Sakho – Senegal
Dusan Tadic – Serbía
Jose Carvallo – Perú
Manuel Neuer – Þýskaland
Mathew Leckie – Ástralía
Morteza Pouraliganji – Íran
Roman Burki – Sviss
Sam Morsy – Egyptaland
Sergio Aguero – Argentína
Kim Shin-Wook – Suður-Kórea
Aðalmynd / Skjáskot úr auglýsingu Coca Cola á Íslandi