Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Persónulegt viðfangsefni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn og listakonan Emilie Dalum opnaði nýlega ljósmyndasýningu sem ber nafnið Emilie í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndirnar í seríunni tók hún á fimm mánaða tímabili meðan hún gekkst undir lyfjameðferð en hún var aðeins 26 ára gömul þegar hún greindist með krabbamein í sogæðakerfinu.

„Ég myndaði átökin og þá einangrun sem ég mætti í lyfjameðferðinni með hjálp tímastillis myndavélarinnar. Samspilið á milli mín, sjúkdómsins og myndavélarinnar var mjög náið. Með því að skrásetja meðferðina sá ég glögglega breytingar á sjálfri mér, líkamlegar og andlegar. Verandi ljósmyndari rann mér blóðið til skyldunnar að mynda bataferlið og upplifun mína á þessu stormasama ferðalagi. Ég faldi aldrei þá staðreynd að ég væri veik, þetta var raunveruleikinn, því skyldi ég afneita honum,“ segir Emilie sem er fædd og uppalin í Danmörku en búsett á Íslandi. Hún hefur síðustu ár stýrt árlegri listasýningu, The Factory, í Djúpavík. Þessi misserin vinnur hún að ljósmyndabók sem ber titilinn Michael.

Á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur segir að áhersla Emilie sé á viðfangsefnið fremur en lokaafurðina sem leiði af sér að myndbyggingin í verkum hennar sé stundum skæld eða stuttaraleg. Ljósmyndastíll hennar er kraftmikill og sérstakur. Emilie er í stöðugri sjálfskoðun. „Ég sökkvi mér í viðfangsefnið og tapa mér algerlega þegar verkefni grípur mig, ég gleymi að ég er ljósmyndari. Því er ég mjög tilfinningalega tengd verkum mínum, berskjölduð og viðkvæm.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -