Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Persónuvernd áminnir Icelandair – Flugfélagið segir rangan starfsmann hafi fengið kvörtunina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ágreiningur kom upp í flugi Icelandair fyrir tveimur árum. Þeir sem áttu þar hlut að máli vildu fá í hendurnar öll gögn fyrirtækisins um sig.

Per­sónu­vernd hefur á­minnt Icelandair fyrir að hafa tekið of langan tíma í að klára beiðni ein­stak­linga varðandi að­gang að gögnum fyrir­tækisins sem gætu hafa að geyma per­sónu­upp­lýsingar um þá.

Eða eins og segir í úrskurði Persónuverndar:

„Telur Persónuvernd málin varpa ljósi á ítrekaða misbresti sem orðið hafa á afgreiðslu aðgangsbeiðna af hálfu Icelandair ehf. Að því gættu og með vísan til 2. tölul. 42. gr. laga nr. 90/2018, telur Persónuvernd rétt að veita Icelandair ehf. áminningu vegna brots fyrirtækisins í fyrirliggjandi máli.“

Til ágreinings kom á milli einstaklinganna í flugi Icelandair; þeir hafi lengi viljað fá gögn Icelandair um atvikið en biðin er löng.

Á meðal þess sem þeir vildu fá var afrit af upptökum sem kynnu að hafa verið gerðar um borð í flugvélum fyrirtækisins og skýrslur áhafna í tengslum við ágreininginn í tilteknu flugi.

- Auglýsing -

Kvörtun þeirra til Persónuverndar árið 2020 snerist um að þeir hafi beðið flugfélagið fyrir tveimur árum síðan að þeim yrðu afhentar þær persónuupplýsingar þeirra sem fyrirtækið hefði í fórum sínum.

Icelandair virti beiðni þessa að vettugi lengi vel, en flugfélagið hefur nú svarað Persónuvernd; ástæðan sem upp er gefin af forráðamönnum Icelandair er á þann veg að það verið vegna þess að aðgangsbeiðni einstaklinganna tveggja hafi verið mislögð og þar með ekki beint til rétt aðila innan flugfélagsins.

Flugfélagið Icelandair sagði þá við Persónuvernd í svari að flugfélagið yrði við beiðni einstaklinganna; myndi afhenda gögnin – sem félagið hefur gert – en sagði að það ynni ekki með persónugreinanlegar skýrslur eða upptökur sem sneru að ágreiningi einstaklinganna tveggja vegna flugsins sem þeir fóru í.

- Auglýsing -

Persónuvernd áminnti Icelandair fyrir hversu gríðarlega langan tíma það tók flugfélagið að afgreiða málið og afhenda gögnin. Þrátt fyrir áminninguna var Icelandair ekki sektað vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -