Ágreiningur kom upp í flugi Icelandair fyrir tveimur árum. Þeir sem áttu þar hlut að máli vildu fá í hendurnar öll gögn fyrirtækisins um sig.
Persónuvernd hefur áminnt Icelandair fyrir að hafa tekið of langan tíma í að klára beiðni einstaklinga varðandi aðgang að gögnum fyrirtækisins sem gætu hafa að geyma persónuupplýsingar um þá.
Eða eins og segir í úrskurði Persónuverndar:
„Telur Persónuvernd málin varpa ljósi á ítrekaða misbresti sem orðið hafa á afgreiðslu aðgangsbeiðna af hálfu Icelandair ehf. Að því gættu og með vísan til 2. tölul. 42. gr. laga nr. 90/2018, telur Persónuvernd rétt að veita Icelandair ehf. áminningu vegna brots fyrirtækisins í fyrirliggjandi máli.“
Til ágreinings kom á milli einstaklinganna í flugi Icelandair; þeir hafi lengi viljað fá gögn Icelandair um atvikið en biðin er löng.
Á meðal þess sem þeir vildu fá var afrit af upptökum sem kynnu að hafa verið gerðar um borð í flugvélum fyrirtækisins og skýrslur áhafna í tengslum við ágreininginn í tilteknu flugi.
Kvörtun þeirra til Persónuverndar árið 2020 snerist um að þeir hafi beðið flugfélagið fyrir tveimur árum síðan að þeim yrðu afhentar þær persónuupplýsingar þeirra sem fyrirtækið hefði í fórum sínum.
Icelandair virti beiðni þessa að vettugi lengi vel, en flugfélagið hefur nú svarað Persónuvernd; ástæðan sem upp er gefin af forráðamönnum Icelandair er á þann veg að það verið vegna þess að aðgangsbeiðni einstaklinganna tveggja hafi verið mislögð og þar með ekki beint til rétt aðila innan flugfélagsins.
Flugfélagið Icelandair sagði þá við Persónuvernd í svari að flugfélagið yrði við beiðni einstaklinganna; myndi afhenda gögnin – sem félagið hefur gert – en sagði að það ynni ekki með persónugreinanlegar skýrslur eða upptökur sem sneru að ágreiningi einstaklinganna tveggja vegna flugsins sem þeir fóru í.
Persónuvernd áminnti Icelandair fyrir hversu gríðarlega langan tíma það tók flugfélagið að afgreiða málið og afhenda gögnin. Þrátt fyrir áminninguna var Icelandair ekki sektað vegna málsins.