Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Persónuvernd um Boðaþings- og Hlífarmálin: Gæti þurft að skoða nánar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef þetta eru sambærileg dæmi og tekið mismunandi á þeim, þá gæti þurft að skoða það nánar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um ólíkar nálganir sóttvarnaryfirvalda gagnvart öldruðum íbúum Boðaþings í Kópavogi og Hlífar á Ísafirði. Í fyrra tilvikinu var smiti leynt vegna persónuverndarsjónarmiða en í því síðara tilkynnt opinberlega um smit og öllu skellt í lás.

Persónuvernd varð til þess að Covid-smiti var leynt í Boðaþingi, þjónustuíbúðum aldraðra í Kópavogi. Forstjórinn þar segir að sóttvarnarlæknir hafi tekið yfir málið og meinað að tilkynnt yrði opinberlega um smitið. Líkt og Mannlíf greindi var því öfugt farið á Ísafirði þegar aldraður íbúi Hlífar, þjónustuíbúða fyrir aldraða, greindist jákvæður og um það var tilkynnt opinberlega og íbúar skipaðir í sóttkví. Bæði heimilin virðast sambærilegt rekstrarform.

Á Ísafirði urðu íbúar og aðstandendur þeirra reiðir yfir hörðum sóttvarnaraðgerðum. Í Kópavogi var hins vegar engum sagt frá sökum persónuverndar. Aðspurð hvor leiðin hafi verið sú rétta segir Helga erfitt að segja til um án þess að skoða málin til hlítar. Á mismunandi nálgun geti nefnilega verið skýring.. „Maður veltir því fyrir sér hvort það sé einhver skýring á þessu. Ég get ekki sagt til um hvor leiðin var rétt því ég hef ekki gögnin. Gætu aðstæður á Ísafirði verið þannig að nauðsynlegt hafi verið talið að aðvara þetta fólk? Kannski eru þetta ekki alveg sambærileg dæmi.“

Hlíf, þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Ísafirði. Mynd Ísafjarðarbær

Helga segir að í upphafi faraldursins hafi sóttvarnarlæknir mætt til fundar til að fara yfir hans heimilidir gagnvart persónuvernd. „Þær heimildir eru rúmar. Þjónustuíbúðir eru heimili fólks og við erum almennt ekki að sjá Covid-merkingar utaná húsum um borg og bý. Þarna er hins vegar veitt þjónusta og fullt af fólki sem þarf að koma þarna inn þannig að kannski er ekki heldur hægt að tala um þetta sem hefðbundið samband leigjanda og leigusala,“ segir Helga og ítrekar að þessi mál geti verið snúin. „Það að vera með Covid eru viðkvæmar heilsufarsupplýsingar. Þarna erum við komin algjörlega að friðhelgi einkalífsins. Við erum að tala um fólk sem býr í ákveðnum húsakynnum, en kannski réttlætir þetta aðeins meiri upplýsingagjöf því þarna er þjónusta veitt. Það er þeirra að útskýra hvers vegna þeir fóru mismunandi leiðir. Okkar afstaða er sú að allt það sem metið er nauðsynlegt til að tryggja sóttvarnir er útgangspunkturinn en það þarf auðvitað að fara að lögum og reglum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -