Hjúkrunarheimili landsins í mikilli óvissu.
Eftir / Lindu Blöndal
Ekki verður hægt reka hjúkrunarrými landsins við óbreyttar aðstæður án viðbótarfjármagns, segja Pétur Magnússon, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, og Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Breytt hjúkrunarheimili
Geðhjúkrunarrýmum hefur m.a. fjölgað sem og yngra fólki, eldri einstaklingar eru einnig verr á sig komnir en áður, að sögn Péturs. Samkvæmt tölum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) eru 139 einstaklingar yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum. Pétur segir þennan yngri hóp reyndar fjölmennari en þessar tölur segi til um.
Kostnaður við þjónustuna ekki greindur
2700 hjúkrunarrými eru á landinu öllu og stjórnvöld kostnaðargreina ekki þjónustuna nema takmarkað, líkt og kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem kom út í byrjun árs. Samningurinn við hjúkrunarheimilin er langstærsti samningurinn sem gerður er af hálfu SÍ.

Vilja að stjórnvöld leggi til niðurskurðinn
Samninganefndir Samtakanna og Sambandsins krefja SÍ um tillögur um hvar skera eigi niður í þjónustunni. Það sé stjórnvalda að ákveða hvaða þjónustu eigi sleppa í ljósi þess að auknar skyldur eru lagðar á hjúkrunarheimilin með nýjum lögum, m.a. aukin krafa um persónuvernd sem mun kalla á nýtt starfsgildi hjá hjúkrunarheimilum og kosta þau á milli 400 til 800 milljónir.
Valgerður segir að samninganefndirnar hafi fengið afsvar um að fá fund með heilbrigðisráðherra.