Listamaðurinn Pétur Bjarnason er látinn. Hann var 65 ára að aldri og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Pétur fæddist í Reykjavík 20. september árið 1955. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlunarskólanum og stundaði síðan nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þá nam Pétur myndlist við Fachhochschule í Aachen í Þýskalandi og öðlaðist síðan MA-gráðu við National Higher Institute for Fine Arts í Antwerpen í Belgíu.
Pétur var mikill myndhöggvari og vann til verðlauna í samkeppnum hérlendis og erlendis og var fenginn til þess að búa til listaverk af ýmsum tilefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá sinnti hann einnig listkennslu, bæði í Myndlista- og handíðaskólanum og Listaháskólanum. Pétur var valinn bæjarlistamaður Garðabæjar árið 1992.
Eftir Pétur liggja mörg vegleg málmlistaverk sem bera vott um hæfileika hans sem listamanns. Má þar nefna verðlaunaverkið Farið við Pollinn á Akureyri, vatnslistaverkið Uppsprettu við Vídalínskirkju í Garðabæ, Partnership við Sæbraut í Reykjavík og í Flórída, , Ægisdyr við Ásgarð í Garðabæ, listaverk við KRheimilið við Frostaskjól og Fyrir stafni við höfuðstöðvar Eimskips í Sundahöfn.
Eftirlifandi eiginkona Péturs er Sigríður Jóhannesdóttir og börnin þeirra þrjú eru Jón Bjarni, Skúli Steinar og Guðrún María. Útför Péturs mun fara fram í kyrrþey