Tónllistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, eða Pétur jesú eins og hann er gjarnan kallaður segir að samfélagsmiðillinn Facebook hafi bæði tekið frá honum tíma og eins skapað hjá honum vanlíðan. Pétur hefur því ákveðið að loka Facebook í heilt ár. Hann kveðst ekki hafa átt von á að samfélagsmiðillinn tæki frá honum tíma mörgum sinnum á dag.
„Þá er ég aðallega að tala um þessa sjúklegu þörf að vera alltaf að skoða newsfeedið í tíma og ótíma. Stundum þarf ekki meira en eina ljóta setningu til þess að dagurinn minn verði ónýtur. Það er partur af þunglyndisgaurnum mínum sem erfitt er oft að tjónka við og stjórna.“
Fyrir tíma Facebook varði Pétur mun meiri tíma í sín skærustu hugðarefni, eins og að semja tónlist, lesa og hitta vini og ættingja. Pétur hefur í ljósi þessa ákveðið að slíta á strenginn.
„Og það ætla ég að gera í heilt ár. Árið 2021 verður sem sagt Facebook-laust ár hjá mér,“ segir Pétur og bætir við að messenger verði opinn svo mögulegt verði að senda honum skilaboð. Pétur segir að lokum:
„Ég mun loka þessu Facebook á miðnætti 31.des 2020. Ást og friður.“