Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Pizza-kíló pössuðu ekki karakternum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Telma Huld Jóhannesdóttir leikkona fer með hlutverk Lóu í kvikmyndinni Eden sem frumsýnd er í dag. Hún segir að Lóa sé svolítill vandræðagemsi sem hafi séð ýmislegt sem myndi buga marga en hún sé alltaf tilbúin í næsta slag.

 

„Ég var að vinna á Mývatni sumarið 2017 þegar ég fékk símtal frá Snævari [Sölvasyni] leikstjóra. Hann sagði mér frá hugmyndinni og spurði hvort ég væri í alvöru snoðuð,“ segir hún og hlær en Snævar hafði séð mynd af Telmu snoðaðri á Facebook og fannst það passa svo vel fyrir karakterinn.

„Mér fannst hugmyndin spennandi – svolítið svona íslensk Bonnie & Clyde-kvikmynd, elskendur á hlaupum, litrík, mikið aksjón og spenna auk undirliggjandi dýpri pælinga um lífið og tilveruna. Þetta tikkaði í öll mín box. Þarna var Snævar ekki búinn að skrifa nema byrjunina af handritinu en samt vorum við einhvern veginn búin að ákveða að við myndum gera þessa mynd áður en við slitum símtalinu.“

Þyngdartap og rannsóknarvinna

Aðalleikarar í Eden eru auk Telmu Hansel Eagle sem leikur Óliver kærasta Lóu, Gunnar Maris og Arnar Jónsson. Myndin var tekin á 18 dögum á 68 stöðum og Telma segir að tökurnar hafi verið krefjandi.

„Lóa situr ekki beint heima, sæt að prjóna, í þessari mynd svo að ég hafði nóg að gera á setti,“ segir Telma sem lagði að auki mikið á sig við undirbúning.

- Auglýsing -
Aðalleikkonan Telma Huld Jóhannesdóttir. Ljósmynd af IMDb.

„Þegar áhorfendur hitta Lóu í myndinni er hún augljóslega ekki í heilbrigðum aðstæðum. Sumarið fyrir tökur vann ég á pizzu-stað og tók með mér nokkur heilbrigð pizzu-kíló inn í haustið. Pizzu-kílóin meikuðu ekki alveg sens fyrir aðstæður Lóu svo ég réðst í það verkefni að grenna mig um það bil tveimur mánuðum fyrir tökur. Ekkert brjálæði samt, ég bara tók út brauð og fór í sund á hverjum degi, synti þar til ég byrjaði að svitna í vatninu og var síðan í að minnsta kosti tuttugu mínútur í gufubaðinu. Ég grenntist helling á þessum tveimur mánuðum en leið vel allan tímann. Annar undirbúningur fólst að mestu leyti í ýmiskonar rannsóknarvinnu á þessum heimi og karakterum innan hans.“

„Við erum vön að sjá fólk í þessari stöðu sem Lóa og Óliver eru komin í sem fórnarlömb, en í þessari mynd fáum við að sjá þegar þau eru hetjur.“

Aðspurð hvort henni finnist myndin eiga erindi við almenning svarar hún að þessi saga hafi ekki verið sögð frá þessu sjónarhorni áður. „Við erum vön að sjá fólk í þessari stöðu sem Lóa og Óliver eru komin í sem fórnarlömb, en í þessari mynd fáum við að sjá þegar þau eru hetjur. Þegar þau takast á við aðstæður sem flestir geta ekki ímyndað sér að vera í og hvernig þau þurfa að taka ákvarðanir til þess að lifa af. Svo er þetta líka bara skemmtileg bíómynd, fullkomin til að gleyma stað og stund í smátíma.“

Undirbýr eigin stuttmynd

- Auglýsing -

Telma lærði leiklist bæði í París og Prag og segir að báðir staðirnir hafi gefið henni mikið. „En minn mesti skóli var og verður alltaf öll verkefnin sem ég vann hér heima áður en ég fór út. Hlutverk mitt í Webcam eftir Sigurð Anton Friðþjófsson var mitt fyrsta í kvikmynd í fullri lengd. Þá hafði ég aldrei leikið í svona stóru verkefni áður og hoppaði því beint út í djúpu laugina. Þessi upplifun mótaði mig, ég fann að þetta átti vel við mig og ég hélt áfram að finna djúpar laugar til að hoppa í. Eden er mitt stærsta verkefni og hlutverk til þessa, í Webcam og Snjó & Salóme var ég meira aukaleikari, og það er virkilega skemmtilegt að fylgja henni loksins í bíó.“

Fram undan hjá Telmu er svo að klára námið í Prag og svo kemur hún heim í júní. „Ég verð svo vinnandi eitthvað í kvikmyndagerð hingað og þangað auk þess að undirbúa tökur á minni fyrstu stuttmynd sem leikstjóri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -