Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Plaströr og gafflar boðnir upp á Matartips:„Skipti við þig á rörinu og innkaupapoka úr ekta plasti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf hefur greint frá nýverið er nokkur óánægja með það að verið sé að skipta út plasti yfir í pappír er kemur að matvælum eins og skyri og kókómjólk. Í stað plastskeiðar fylgir nú einhvers konar pappírs skeið og rör á drykkjarfernum eru einnig orðin úr pappír.

Í hópnum Matartips á Facebook er nú komið í gang uppboð á plaströrum og plast gaffli. Auðvitað til gamans gert en uppboðinu startaði Arna nokkur og í upphafsinnlegginu bauð hún upp á eitt plaströr með þessum orðum:Plaströr. Selst hæstbjóðanda. Síðar hljóp aldeilis á snærið og hún uppfærði það sem í boði var: Uppfært: Tvö!! plaströr og einn plastgaffall. Selst saman eða í sitthvoru lagi“. Arna velti því svo fyrir sér hvort hún ætti ef til vill frekar að fara með herlegheitin á Árbæjarsafnið.

 

Tvö plaströr og einn ferðaplastgaffall eru í boði. Mynd: Facebook
Þessi eru orðin ákaflega verðmæt ef marka má upphæðirnar sem búið er að bjóða.  Mynd: Facebook

 

Magir voru áhugasamir um uppboðið eins og sjá má á eftirfarandi ummælum:

Erla var áhugasöm en vantaði upplýsingar: „Væri gott að vita ef það eru komin einhver boð svo maður veit hvað maður á að bjóða“. Snorri bauð milljón dollara í allan pakkann.  Pétur bauð rausnarleg skipti: „Skipti við þig á rörinu og innkaupapoka úr ekta plasti“. Edda og Agli var í sömu hugleiðingum og Pétur: „Er með grænan 10-11 poka fyrir áhugasama“ og „Er með antík bónus poka úr ekta plasti, mjög vel með farinn“. Boð í gripina streymdu inn allt frá 10.000 krónum upp í 500.000 krónur. Það var svo einn meistari sem bað um fleiri myndir af uppboðsgripunum. Bergþóra lét í ljós vanþóknun sína á nýju rörunum: „Vil fá þessi aftur ekki pappa rusl“.

- Auglýsing -

Það er ábyggilega enn opið fyrir tilboð en sennilega er vert að hafa mjög hraðar hendur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -