Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Play ætlar að græða á næsta ári – Vilja opna starfsstöð í Litháen til að lækka launakostnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsvarsmenn flugfélagsins Play segja  að fyrirtækið muni skili hagnaði einhvern tímann á næsta ári. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs var afkoma félagsins  neikvæð um 1,4 milljarða króna.

Birgir Jónsson, forstjóri Play, fullyrðir að þótt lausafjárstaða fyrirtækisins sé góð og hægt væri að reka það með tapi í örfá ár sé auðvitað markmiðið að skila hagnaði sem fyrst. Þetta segir hann í samstali við Morgunblaðið.

Þá segir Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður í Play, að það væru mikil vonbrigði ef ekki næðist að skila hagnaði á að minnsta kosti einum ársfjórðungi næsta árs. Þeir segja báðir að væntanlega verði félagið rekið með hagnaði næsta sumar, þar sem sætanýting þess er á uppleið og þar sem kostnaður er lægri en gert var ráð fyrir.

Flugfélagið reynir að lækka starfsmannakostnað og lítur til Esytrasaltsins í þeim efnum. Birgir og Einar Örn segja að nýkynntar fyrirætlanir um að opna starfsstöðvar í Litháen hafi verið gerðar með það fyrir augum að lækka launakostnað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -