Flugfélagið PLAY hefur samstarf við spænska flugfélagið Vueling. Samstarfið gengur út á stafræna bókunarþjónustu en með samningnum verður PLAY aðili að bókunarþjónustu Vueling, Vueling Global, sem byggt er á bóknarkerfi Dohop.
Kemur tenging flugfélagana tveggja til með að hafa jákvæðar breytingar í för með sér en farþegar sem fljúga frá Íslandi geta þannig ferðast til enn fleiri áfangastaða, til dæmis Sevilla og Bilbao. Þá verður hægt að fljúga með Vueling til allra áfangastaða PLAY á heimleið, og þaðan með PLAY heim til Íslands.
„Þar sem við erum enn tiltölulega ný á markaðinum erum við sífellt að leita fleiri leiða til að bjóða viðskiptavinum okkar ódýrar og þægilegar ferðir til spennandi áfangastaða, annað hvort með því að kynna nýja áfangastaði sjálf eða með samstarfi við önnur flugfélög eins og Vueling,“ sagði Georg Haraldsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs PLAY í viðtali við Mbl.is