Flugfélagið Play er sakað um siðleysi og kvenfyrirlitningu í nýrri auglýsingaherferð þar sem stór konubrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Gagnrýni á flugfélagið er harkaleg og kemur úr ýmsum áttum.
Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist vera orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins.
„Langar svo mikið að halda með þeim. En er orðlaus,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, í umræðu um auglýsingarnar í Facebook-hópnum Markaðsnördar. Vísir vitnar til orða hennar.
Hún segir allt vera rangt við auglýsingarnar sem þó fái vissulega umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum.
„En herferðin heilt yfir algjörlega taktlaus og neikvæð fyrir brandið. Fær mig á engan hátt til að hugsa að ég væri til í að fljúga með þessu félagi. Upplifi frekar, vantraust og ófagmannleg heit,“ segir Gerður.
Ekki liggur fyrir hvaða auglýsingastofa er á bak við herferðina. Samskipatstjóri Play er Nadine Guðrún Yaghi.