Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Play svarar engu um eignarhaldið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigendur og stjórnendur flugfélagsins Play svara engu um eignarhald þess. Aðaleigandi félagsins, Skúli Skúlason stjórnarformaður, hefur fullyrt að fjármögnun félagsins sé tryggð og að baki því standi fjársterkur hópur við hlið hans. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hverjir eigendurnir eru og því er eignarhaldið á huldu að svo stöddu á meðan forsvarsmenn flugfélagsins fullyrða að stutt sé í að það fari í loftið.

„Ég verð að fá að halda smávegis dulúð yfir þessu.“

Skúli kom Play til bjargar síðla árs í fyrra en hann segist ekki vera einn á ferð heldur séu með honum í liði bæði þekktir og óþekktir fjárfestar sem eigi flugfélagið í dag. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hverjir viðskiptafélagar sínir eru þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mannlífs. „Þessi hópur sem stendur að félaginu í dag hefur alveg burði til að keyra þetta áfram, hvort sem aðrir bætast svo við í hópinn eða ekki. Það eru bæði þekkt nöfn og óþekkt en ég verð að fá að halda smávegis dulúð yfir þessu,“ sagði Skúli í samtali við Mannlíf.

Skúli Skúlason, aðaleigandi Play flugfélagsins

Lestu nánar um málið í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -