Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

PLAY þenur út vængina: Sex nýir áfangastaðir á Spáni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugfélagið PLAY bætir við sig áfangastöðum næsta sumar og býður upp á flug til Mallorca og Malaga á Spáni. Þá verða áfangastaðir PLAY orðnir sex. Hefur PLAY þegar boðið upp á flug til Barcelona, Tenerife, Gran Canaria og Alicante en allt eru það vinsælir ferðamannastaðir.

Flogið verður til nýju áfangastaðanna einu sinni í viku. Á miðvikudögum til Palma á Mallorca og á sunnudögum til Malaga.

Báðir staðirnir hafa upp á margt að bjóða og er Malaga sólríkasta borg Spánar auk þess að vera heimabær Picasso.
Á Mallorca geta allir fundið einhvað við sitt hæfi. Þar er fallegur arkitektúr, fjörugt skemmtanalíf, veðurblíða og náttúrufegurð.

„Það er óhætt að segja að Íslendingar njóti sín vel á Spáni en frá því PLAY hóf miðasölu varð strax gríðarleg eftirspurn eftir farmiðum til Spánar. Við finnum einnig vel fyrir áhuga Spánverja á að koma til Íslands. Nýju áfangastaðirnir gefa þeim eldri ekkert eftir enda eru þetta sannkallaðar paradísarborgir og við hlökkum til að fljúga sólþyrstum Íslendingum á nýja staði,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, um nýja áfangastaði flugfélagsins

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -