Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Pólitískar barnaverndarnefndir slegnar af: „Ég vona innilega að mér verði treyst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barna- og fjölskyldustofa leysir Barnaverndarstofu af hólmi innan skamms, ný Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tekur við af Gæða- og eftirlitsstofnun í félagsþjónustu og barnavernd ásamt því sem lagabreyting sem þingið samþykkti nú á föstudag og snýr að stefnumótandi kerfisbreytingu á starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins markar langþráð tímamót, að mati margra, í sögu mannréttinda á Íslandi.

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Davíðsson, segir stærstu kerfisbreytingar í málefnum barna í áratugi eiga sér stað nú við þinglok, en fjögur frumvörp voru leidd í lög nú á föstudag sem ætlað er að marka upphaf að nýju og öflugra velferðarkerfi fyrir börn.

Þá ætla íslensk stjórnvöld að marka skilgreinda stefnu og áætlun til að fylgja eftir innleiðingu Barnasáttmálans. Ásmundur Einar segir róttæka stefnu stjórnvalda auk aðgerðaáætlunar um Barnvænt Ísland sem hefur nú hlotið samþykki þingheims ætlaða til að skipa þjóðinni í fremstu röð þegar að röddum og réttindum barna komi. Þá verði pólitískar barnaverndarnefndir með öllu lagðar niður og sérhæft fagfólk muni gegna slíkum stöðugildum héðan í frá.

Ásmundur Einar ætlar að umbylta velferðarmálum barna

Barnaverndarumdæmi um allt land verða stækkuð og minnstu barnaverndarumdæmin sameinast. Ráðherra segir breytingarnar gerðar til að tryggja fagmennsku og í einhverjum tilfellum muni draga úr persónulegri nánd milli einstaklinga með vísan til smærri landshluta þar sem innbyrðis tengsl íbúa geti og hafi gert barnaverndarmál í hverju umdæmi flóknari en ella.

Þá muni barnaverndarmál flytjast sjálfkrafa milli umdæma með reglugerðarbreytingunni en svo hefur ekki verið til þessa. Þannig hefur Barnaverndarstofa til þessa úrskurðað í málefnum barna og foreldra sem flytjast landshluta á milli meðan mál er til meðferðar. Af þessu má því lesa að undanþágur Barnaverndarstofu sem hafa gert barnaverndarnefndum í stökum umdæmum til að fylgja málsmeðferð áfram og í einhverjum tilfellum hindra búferlaflutninga landshluta á milli muni heyra sögunni til. „Þar með verður ekki lengur óbeinn hvati til að flytja milli umdæma til að fresta inngripum þar sem þeirra er þörf,“ segir ráðherra jafnframt. „Ég tel að þessar breytingar muni reynast börnum og fjölskyldu sem nýta sér þjónustu barnaverndaryfirvalda vel og að þær verði til mikilla bóta fyrir kerfið í heild.“

- Auglýsing -

Ráðherra segir laga- og skipulagsbreytingar í málefnum barna á Íslandi vera löngu þarfar og heillaskref fyrir íslensku þjóðina og segir málaflokkinn hafa verið stærsta áherslumál sitt í ráðherraembætti. „Við erum rétt að byrja þegar kemur að breyttum áherslum í þessum málum,“ segir Ásmundur Einar. „Enda eru börn besta fjárfestingin sem hvert samfélag getur ráðist í. Á annað þúsund manns hafa komið að þessum málum. Ég vil þakka ykkur öllum,“ segir ráðherrann jafnframt. „Þetta hefði ekki verið hægt án ykkar. Ég er ótrúlega ánægður með þann árangur sem við höfum náð í þessum málum. Munum samt að þetta er bara fyrsta skrefið,“ klykkir félags- og barnamálaráðherra út með á Facebook síðu sinni. „Ég vona innilega að mér verði treyst til að leiða þetta ferðalag áfram. Við erum nefnilega rétt að byrja!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -