Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Pólitískar stöðuveitingar tíðkast enn 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skiptar skoðanir eru um hvort pólitískar stöðuveitingar viðgangist enn hér á landi en lengi vel voru pólitískar stöðuveitingar meginreglan við ráðningar í störf hjá hinu opinbera.

Stjórnmálaflokkar deildu út störfum og embættum til að styrkja sinn eigin flokk í sessi. Þegar leið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gætti hins vegar við auknum óvinsældum með fyrirgreiðslu flokkanna og dvínandi mikilvægi þeirra fyrir flokkana sjálfa leiddi til þess að aukin áhugi var á faglegum sjónarmiðum við mannaráðningar. Árið 1996 voru síðan ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins samþykkt á Alþingi. Í þeim leysti fimm ára ráðningartími æðstu embættismanna af hólmi æviráðningu og eftirlaunakerfi opinberra starfsmanna breytt.

Í dag eru pólitískar stöðuveitingar ekki opinberlega viðurkenndar hér á landi nema hvað það varðar að hverjum ráðherra er heimilt að ráða sér pólitískan aðstoðarmann sem hverfur úr ráðuneytinu þegar ráðherra lætur af störfum.

Þetta kemur fram í fræðigrein Gunnars Helga Kristinssonar, prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, um umfang og sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Í greininni kemur jafnframt fram að ráðuneytin virðast síður en ýmsar aðrar greinar stjórnsýslunnar hafa þróast í átt að faghyggju á síðustu árum. Gunnar Helgi segir í greininni að það endurspegli eðli þeirra starfa sem þar séu unnin og mikilvægi þeirra fyrir ráðherra. Í ráðuneytunum sé þó ekki gert ráð fyrr því að starfsmenn ráðuneytanna séu pólitískt skipaðir, að frátöldum aðstoðarmanni ráðherra.

Gunnar Helgi segir í samtali við Kjarnann að þó að stjórnsýslan hafi í auknum mæli færst frá hefðbundnum pólitískum stöðuveitingum á síðustu áratugum þá komi þær þó enn fyrir. Að hans mati eiga pólitískar stöðuveitingar nú sér stað í þrengra samhengi elítu stjórnmála. Stjórnmálaflokkar séu nú meiri elítuflokkar sem reknir eru af atvinnumönnum sem fái frekar opinberar stöðuveitingar en óbreyttir flokksmenn.

Gunnar Helgi bendir jafnframt á að auk hefðbundinnar fyrirgreiðslu þá noti stjórnmálaflokkar einnig strategískar stöðuveitinga. Stöðuveitingar af þessu tagi miða ekki að því fyrst og fremst að verðlauna þá einstaklinga sem stöðurnar hljóta heldur að tryggja að einstaklingar sem flokkarnir geti treyst sitji í pólitískt mikilvægum embættum.

Gunnar Helgi segir að rannsóknir hans á síðustu árum hafi bent til þess að stjórnmálamenn noti í vaxandi mæli stragetískar stöðuveitingar til að styrkja stöðu flokksins innan stjórnsýslunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -