Enginn annar en John Lydon, sem er mun betur þekktur sem Johnny Rotten, ætlar að taka þátt í undankeppni Eurovision á Írlandi; verður haldin 3. febrúar.
John mun taka þátt ásamt hljómsveit sinni, Public Image Ltd (PiL) sem var sett á laggirnar árið 1978, eftir að pönksveitin fræga Sex Pistols lagði upp laupana.
Lagið sem John sendi í keppnina er ballaða; nefnd Hawaii og er tileinkuð þýskri eiginkonu hans, Noru Forster.
Nora er fjórtán árum yngri en John og glímir við alzheimer-sjúkdóminn illræmda:
„Það er tileinkað öllum sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma í lífinu með manneskjunni sem er þeim kærust. Það felur einnig í sér skilaboð um von sem snúast um að ástin sigrar allt á endanum,“ sagði Lydon um lagið.
Sigurvegarinn í írsku undankeppninni tekur þátt í lokakeppni Eurovison í Liverpool í maí.